Aukning á salmonellu í svínum og alifuglum á síðasta ári Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 14:58 Engin aukning varð á sýkingum í fólki. Vísir/Getty Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Salmonella í alifuglum og svínum var meiri árið 2019 samanborið við árið áður, en ekki var aukning á slíkum sýkingum í fólki. Þá var mikil aukning á veikindum af völdum eiturefnamyndandi E. coli í fólki þegar hring sýkinga kom upp síðasta sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun varðandi vöktun á súnum árið 2019, sjúkdómum eða sýkingarvöldum sem smitast á milli manna og dýra. Sýkingahrinan sem vísað er til kom upp á ferðaþjónustubænum Efstadal II í júlí í fyrra en alls greindust tveir fullorðnir og 22 börn með sýkinguna. Fram til þessa hafði tíðni sýkingarinnar verið mjög lág hér á landi og aðeins um eitt til þrjú tilfelli höfðu komið upp árlega. Niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á hrinunni og skimana benda til þess að bakterían sé hluti af örveruflóru íslenskra nautgripa og sauðfjár, en rannsaka þarf þó betur algengi E. coli í búfé og skerpa á fyrirbyggjandi aðgerðum. Líkt og áður sagði var tíðni salmonellu í alifuglaeldi og sláturafurðum alifugla og svína hærri á síðasta ári en árið áður en sambærilega aukningu var ekki að finna í fólki. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur jafnframt fram að það bendi til þess að eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar sé að skila árangri, það sé öflug hér á landi og skili auknu matvælaöryggi. Engin marktæk aukning varð á tilfellum kampýlóbakter í fólki eða alifuglum og afurðum þeirra. Bakterían fannst þó í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti á markaði en sýnin voru tekin bæði af innlendu og erlendu kjöti. Um var að ræða mjög litla bakteríumengun eða mengun undir greiningarmörkum í öllum tilfellum, en bakterían drepst að mestu í frosti.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira