Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 14:49 Í fyrstu verður hægt að sinna 200 farþegum á klukkustund og áætlað er að unnt sé að greina að hámarki 2 þúsund sýni á sólarhring. Vísir/Vilhelm Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. Framkvæmdin verður í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og er meginbreytingin sú að farþegar munu þurfa að fara í sýnatöku við komuna til landsins eða fara í tveggja vikna sóttkví. Fyrstu tvær vikurnar verður sýnatakan gjaldfrjáls en í framhaldinu mun hún kosta 15 þúsund krónur. Þá munu börn fædd 2005 eða seinna ekki þurfa að fara í sýnatöku. Á vef Stjórnarráðsins segir að farið sé af stað með ítrustu aðgát til að stofna ekki þeim árangri sem náðst hefur í hættu. Þeir ferðamenn sem koma hingað til lands verða að fylla út forskráningarform með helstu upplýsingum. Á Keflavíkurflugvelli og annars staðar þar sem farþegar koma til landsins mun heilsugæslan sjá um sýnatökur en þær verða framkvæmdar í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. Geta greint tvö þúsund sýni á sólarhring Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að farþegar þyrftu að fara varlega þar til niðurstaða liggur fyrir. Eftirlit verður haft með þeim sem kjósa að fara í sóttkví að sögn Víðis Reynisson yfirlögregluþjóns. Tíu básar verða settir upp í fyrstu á Keflavíkurflugvelli sem munu geta sinnt 200 farþegum á klukkustund. Komi í ljós smit hjá komufarþega fer af stað hefðbundið ferli þar sem viðkomandi er látinn vita, hann boðaður í blóðprufu til að ganga úr skugga um hvort hann sé smitandi og ákveðið hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi smitrakningu og fjarheilbrigðisþjónustu. Áætlað er að unnt sé að greina að hámarki tvö þúsund sýni á sólarhring og sagði Páll Þórhallsson skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins það gefa góða vísbendingu um hversu mörgum farþegum væri hægt að taka á móti. Það takmarki þann fjölda sem hægt sé að taka á móti og þeir sem flytja farþega hingað til lands munu þurfa að laga sig að því. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar til ferðamanna sem eru aðgengilegar á vef landlæknis. Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar til Íslendinga sem koma til landsins. Klippa: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17 Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32 Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur forsætisráðherra og þríeykisins Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14 í dag. 8. júní 2020 13:17
Greina ekki sýni á nóttunni Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. 6. júní 2020 13:32
Segir gjaldið fyrir Covid-19 sýnatöku allt of hátt Framkvæmdastjóri Úrval-Útsýnar segir að stjórnvöld hljóti að endurskoða ákvörðun sína um að láta alla borga 15.000 krónur fyrir covid19 sýnatöku frá og með næstu mánaðamótum. 5. júní 2020 19:30