Bandaríski sjóherinn bannar Suðurríkjafánann Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 22:46 Fyrir sumum er fáni Suðurríkjasambandsins tákn um kynþáttahyggju. Aðrir segja að hann sé aðeins merki um þjóðarstolt suðurríkjafólks. Vísir/EPA Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fáni Suðurríkjasambandsins verður gerður útlægur á öllum opinberum stöðum bandaríska sjóhersins, skipum hans og flugvélum samkvæmt nýjum reglum sem nú er unnið að. Ákvörðun flotans kemur á sama tíma og mikil mótmæli geisa gegn kynþáttahyggju og lögregluofbeldi. Mike Gilday, flotaforingi, segist hafa skipað starfsliði sínu að semja reglurnar sem næði til allra opinberra rýma og vinnusvæða í stöðvum flotans, skipum, flugvélum og kafbátum. Reglunum er ætlað að tryggja samstöðu herdeilda, allsherjarreglu og aga auk þess að falla að grunngildum flotans um heiður, hugrekki og trúmennsku, að því er kom fram í yfirlýsingu Gilday. Áður hafði landgöngulið flotans annað Suðurríkjafánann, þar á meðal á munum eins og bollum eða stuðurum bifreiða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska hernum var att út í umræðuna um kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Bandaríkjunum eftir að Donald Trump forseti hótaði að beita honum til að kveða niður ofbeldi í kjölfar drápsins á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í þarsíðustu viku. Suðurríkjasambandið var bandalag sjö ríkja í suðurhluta Bandaríkjanna þar sem þrælahald var enn við lýði sem sögðu sig úr lögum frá Bandaríkjunum árið 1860. Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastríðið sem einnig hefur verið nefnt þrælastríðið. Sambandsríkið var leyst upp eftir hernaðarósigur þess árið 1865. Sjá einnig: Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Á síðari tímum hefur fáni Suðurríkjanna verið umdeildur í bandarísku samfélagi. Í augum svartra Bandaríkjamanna er fáninn minnisvarði um þrælahald, kynþáttahyggju og mestu sundrung bandarísku þjóðarinnar í sögunni. Þannig var Suðurríkjafáninn áberandi á samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú klúx klan-liða í Charlottesville sem leystist upp í óeirðir árið 2017. Aðrir halda því fram að fáninn sé aðeins tákn um þjóðarstolt suðurríkjafólks og sjálfsstjórn einstakra ríkja Bandaríkjanna sem þeim er tryggð í stjórnarskrá.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira