Tálgar fugla og rúntar um á rafmagnshlaupahjóli sínu 80 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 21:44 „Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira