Skoðun

Ert þú með eitt­hvað grænt í gangi?

Jón Hannes Karlsson skrifar

Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var. Samhliða þessari hröðu þróun hefur fjöldi annarra umhverfisvænna farartækja sprottið fram og kolefnisspor bensín- og díselvéla minnkað.

Fjölgun hleðslustöðva við heimili og vinnustaði er góð vísbending um hve hratt við Íslendingar höfum tileinkað okkur þessa nýju tækni. Hvort sem farartækið er rafmagnsbíll, rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól, tengiltvinnbíll eða annað rafknúið ökutæki er ekki ólíklegt að innan fárra ára verðum við flest með eitthvað „grænt í gangi“ og það eru góðar fréttir. Ekki eingöngu vegna sjálfbærnisjónarmiða heldur einnig fjárhagslegra.

Við hjá Ergo viljum hvetja fólk til að taka þessa spennandi fararskjóta í notkun með því að bjóða græna fjármögnun vegna fjármögnunar á vistvænum bifreiðum, rafmagnshjólum og hleðslustöðvum á hagkvæmum kjörum. Við viljum auka hlutdeild grænnar fjármögnunar í lánasafni okkar og leggja þar með okkar að mörkum við að færast nær þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það er mat okkar að hagkvæm fjármögnun á vistvænum bifreiðum og rafmagnshjólum falli vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu.

Það væri ánægjulegt ef okkur Íslendingum bæri gæfa til þess að vera sjálfum okkur næg um orkuna í farartækjunum okkar og hefðum á sama tíma jákvæð áhrif á umhverfið. Fjölbreyttari kostir við fjármögnun umhverfisvænna farartækja og hagstæðari lánakjör hjálpa okkur vonandi við að stíga eitt skref til viðbótar í þá átt.

Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×