Stéttaskipting í frægu hvítu afmælisveislunni hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 10:30 Eins og sjá má á þessari mynd af Instagram síðu Neymar þá var greinilega mikið fjör í afmælisveislunni og allir að sjálfsögðu klæddir í hvítt. Mynd/Instagram Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mikill glaumgosi og á góðri leið með að verða þekktari fyrir að skemmta sér utan vallar en að skemmta knattspyrnuáhugafólki innan vallar. Neymar er ennþá dýrasti knattspyrnumaður heims og leikmaður franska Paris Saint Germain þótt hann vilji sjálfur ólmur komast aftur til Barcelona. Neymar er mjög hæfileikaríkur leikmaður en hefur að flestra mati ekki nýtt þá hæfileika til fulls. Leikaraskapur og veisluhöld eru tvö dæmi um það sem hefur verið að trufla hann. Kannski eru látlaus meiðsli hans síðustu ár bara óheppni þó sumir vilji halda öðru fram. Neymar had two rooms - one for married people and one for single people ??And Herrera's wife wouldn't even let him go to the toilet ??https://t.co/NDKG1DRGJw— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 19, 2020 Spánverjinn Ander Herrera er nú liðsfélagi Neymar hjá Paris Saint Germain eftir að hafa komið þangað frá Manchester United. Ander Herrera var líka einn af þeim sem var boðið í 28 ára afmælisveislu Neymar fyrr í vetur. Neymar varð 28 ára gamall 5. febrúar síðastliðinn en á sama tíma var hann óleikfær vegna rifbeinsmeiðsla. Neymar bauð í svaka veislu í tilefni afmælisins sínu og það voru nokkrar reglur. Í fyrsta lagi þá urðu allir gestir að mæta í hvítu en það var líka önnur regla sem Ander Herrera sagði frá nýlega. Þeir sem voru í sambandi máttu nefnilega ekki skemmta sér á sama stað og þeir sem voru einhleypir. Pörin voru uppi í íbúðinni en þeir einhleypu fengu bara að vera niðri. Það þarf ekki segja meira um það hvort Neymar er í sambandi eða ekki. View this post on Instagram Fui feliz, atura ou surta 28 A post shared by ene10ta Érre neymarjr (@neymarjr) on Feb 6, 2020 at 1:03pm PST Þegar Ander Herrera var spurður um hvað hafi gerst í afmælisveislunni þá svaraði hann: „Hvað gerðist ekki?“ „Sannleikurinn er sá að þegar hann gerir eitthvað þá gerir hann það til þess að skemmta sér. Hann skipulagði veisluna til þess að hafa gaman. Ég hrósaði honum fyrir það,“ sagði Ander Herrera og umrædd stéttaskipting hafði áhrif á kvöld Spánverjans sem fékk ekki að vera með í aðalfjörinu. „Auðvitað leyfði eiginkonan mér hvorki að fara á klósettið eða fara niður til þeirra,“ sagði Ander Herrera.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira