Samþykktu áframhaldandi samstarf og kaup á þremur björgunarskipum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júní 2020 12:23 Neskaupstaður, Norðfjörður Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að tillagan geri ráð fyrir 150 milljóna árlegri króna fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár, með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis á tillögunni. Eins segir að samhliða verði gert samkomulag við Landsbjörg um fjármögnun og viðhald umræddra björgunarskipa til lengri tíma. „Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti 149. löggjafarþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar,“ segir þá í tilkynningunni. Í skýrslu starfshópsins, sem gefin var út í síðasta mánuði, er það metið sem svo að stjórnvöld standi frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs ríkisins og Landsbjargar um kaup á 10-13 björgunarskipum næstu tíu árin, og hins vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs sömu aðila um kaup á þremur skipum á næstu þremur árum. Í tillögum starfshópsins er seinni kosturinn, sem varð fyrir valinu, sagður í samræmi við þau tímamörk sem lagt er upp með í þingsályktunartillögu er lýtur að málinu og í samræmi við áherslur stjórnvalda um að tryggja öryggi og almannahagsmuni. Eins sé kosturinn fýsilegur í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Þá er því haldið fram að áhætta ríkisins sé minni með þessari leið, auk þess sem hún feli í sér tækifæri til að örva nýsköpun hér á landi. Björgunarsveitir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að tillagan geri ráð fyrir 150 milljóna árlegri króna fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár, með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis á tillögunni. Eins segir að samhliða verði gert samkomulag við Landsbjörg um fjármögnun og viðhald umræddra björgunarskipa til lengri tíma. „Tillögurnar byggja á vinnu starfshóps sem skipaður var í kjölfar þess að Alþingi samþykkti 149. löggjafarþingi að vísa tillögu um eflingu björgunarskipaflota Slysavarnarfélagsins Landsbjargar til ríkisstjórnar. Starfshópurinn heldur áfram störfum og mun fela Ríkiskaupum útfærslu útboðslýsingar,“ segir þá í tilkynningunni. Í skýrslu starfshópsins, sem gefin var út í síðasta mánuði, er það metið sem svo að stjórnvöld standi frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs ríkisins og Landsbjargar um kaup á 10-13 björgunarskipum næstu tíu árin, og hins vegar að vinna áfram að undirbúningi samstarfs sömu aðila um kaup á þremur skipum á næstu þremur árum. Í tillögum starfshópsins er seinni kosturinn, sem varð fyrir valinu, sagður í samræmi við þau tímamörk sem lagt er upp með í þingsályktunartillögu er lýtur að málinu og í samræmi við áherslur stjórnvalda um að tryggja öryggi og almannahagsmuni. Eins sé kosturinn fýsilegur í því efnahagsástandi sem nú er uppi. Þá er því haldið fram að áhætta ríkisins sé minni með þessari leið, auk þess sem hún feli í sér tækifæri til að örva nýsköpun hér á landi.
Björgunarsveitir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira