Segir Arsenal-mönnum að læra að sýna auðmýkt: „Ætlaði aldrei að meiða hann“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 16:26 Neal Maupay fékk létt högg frá Guendouzi undir lok leiks og lá eftir. VÍSIR/GETTY Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay. Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Neal Maupay stal senunni í 2-1 sigri Brighton gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmarkið í blálokin og skapaði sér miklar óvinsældir með broti á Bernd Leno, markverði Arsenal. Maupay braut á Leno undir lok fyrri hálfleiks, þegar hann hoppaði utan í Leno sem hafði gripið boltann, og var markvörðurinn borinn af velli. Talið er að hann hafi meiðst alvarlega í hné. „Í hálfleik fór ég til Mikel Arteta [stjóra Arsenal] og baðst afsökunar. Ég ætlaði aldrei að meiða markvörðinn. Ég hoppaði upp í boltann. Ég bið liðið og hann sjálfan afsökunar. Ég hef sjálfur gengið í gegnum erfið meiðsli, það er erfitt,“ sagði Maupay eftir leik. Leikmenn Arsenal hópuðust að honum í leikslok og létu hann heyra það, það gerði Leno líka og otaði fingri að Maupay þegar hann var borinn af velli, og Matteo Guendouzi slæmdi hendi í kvið Maupay. Bernd Leno borinn af velli og bendir á Neal Maupay sem braut á honum.VÍSIR/GETTY „Arsenal-menn þurfa að læra að sýna stundum auðmýkt. Þeir töluðu mikið. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay, og átti við sigurmarkið sem hann skoraði. „Ég var bara að reyna að ná boltanum. Þegar hann [Leno] lenti þá sneri hann upp á hnéð. Þetta er fótbolti og menn snertast. Ég ætlaði aldrei að meiða hann. Ég biðst aftur afsökunar og óska honum skjóts bata,“ sagði Maupay, sem var að sjálfsögðu ánægður með langþráðan sigur í þessum erfiða leik, og sigurmarkið sjálft: „Það kom frábær sending inn á mig. Ég sá að markvörðurinn nálgaðist og skaut bara með vinstri. Þetta var mark og ég er svo ánægður með sigurinn því þetta er okkar fyrsti sigur á árinu. Liðið hefur lagt mjög hart að sér síðustu mánuðina,“ sagði Maupay.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Arsenal-menn brjálaðir út í Maupay sem meiddi Leno og skoraði sigurmarkið Leikmenn Arsenal hópuðust að Frakkanum Neal Maupay í leikslok eftir að 2-1 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Maupay skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en braut líka á Bernd Leno, markverði Arsenal, sem borinn var af velli. 20. júní 2020 16:02