Hjólreiðakona fékk heilahristing eftir að bílhurð var opnuð fyrir framan hana Samúel Karl Ólason skrifar 25. júní 2020 06:25 Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Vísir/Vilhelm Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar. Sjúkraflutningamenn töldu hana hafa fengið heilahristing og var ekki hægt að ræða við hana á vettvangi sökum þess hve illa áttuð hún var. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig að tilkynning hafi borist umferðarslys við Fífuna á tíunda tímanum í gær. Þar höfðu tvær ungar stúlkur verið á vespu og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Þær fóru yfir hól og féllu tvo metra niður og lentu á ljósastaur. Hvorug stúlkan var með hjálm samkvæmt dagbók lögreglu og voru þær fluttar á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám. Þá var málið tilkynnt til Barnaverndar. Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi stöðvuð lögregluþjónar bíl á Bústaðavegi en ökumaður hans reyndist sviptur ökuréttindum og þar að auki var hann með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bílsins. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri ekki með bílpróf en viðurkenndi að barn hans ætti að vera í bílstól. Barnsmóðir hans var einnig í aftursæti bílsins. Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjavíkurvegi rétt fyrir átta í gærkvöldi en sá reyndist ölvaður og hafði áður verið sviptur bílprófi. Ökumaður og farþegi annars bíls sem stöðvaður var í gærkvöldi eru grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna og lyfja. Lögðu lögregluþjónar hald á ætluð fíkniefni og söluhagnað fyrir rannsókn málsins. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Flytja þurfti konu á sjúkrahús í gær sem féll af hjóli þegar bílhurð var opnuð fyrir akstursstefnu hennar. Sjúkraflutningamenn töldu hana hafa fengið heilahristing og var ekki hægt að ræða við hana á vettvangi sökum þess hve illa áttuð hún var. Konan var flutt með sjúkrabíl á Bráðadeild. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar en þar segir einnig að tilkynning hafi borist umferðarslys við Fífuna á tíunda tímanum í gær. Þar höfðu tvær ungar stúlkur verið á vespu og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Þær fóru yfir hól og féllu tvo metra niður og lentu á ljósastaur. Hvorug stúlkan var með hjálm samkvæmt dagbók lögreglu og voru þær fluttar á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám. Þá var málið tilkynnt til Barnaverndar. Skömmu eftir klukkan átta í gærkvöldi stöðvuð lögregluþjónar bíl á Bústaðavegi en ökumaður hans reyndist sviptur ökuréttindum og þar að auki var hann með þriggja ára son sinn lausan í aftursæti bílsins. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að hann væri ekki með bílpróf en viðurkenndi að barn hans ætti að vera í bílstól. Barnsmóðir hans var einnig í aftursæti bílsins. Lögregluþjónar handtóku í nótt tvo menn sem grunaðir eru um rán og líkamsárás í Laugardalnum. Sá sem þeir eru grunaðir um að hafa ráðist á og rænt sagðist vera með áverka á andliti. Einn ökumaður var stöðvaður á Reykjavíkurvegi rétt fyrir átta í gærkvöldi en sá reyndist ölvaður og hafði áður verið sviptur bílprófi. Ökumaður og farþegi annars bíls sem stöðvaður var í gærkvöldi eru grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna og lyfja. Lögðu lögregluþjónar hald á ætluð fíkniefni og söluhagnað fyrir rannsókn málsins.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira