Uppsagnirnar áfall fyrir allt samfélagið fyrir norðan Sylvía Hall skrifar 25. júní 2020 16:11 Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir uppsagnir PCC-Bakka vegna framleiðslustöðvunar þungt högg fyrir samfélagið fyrir norðan. Hann segir ákvörðun félagsins um að stöðva framleiðsluna tímabundið hafa keðjuverkandi áhrif í atvinnulífinu. „Hugur manns er hjá starfsfólki og fjölskyldum þeirra sem sagt hefur verið upp á þessum vinnustað. Þetta er einn af okkar lykilvinnustöðum og lykilfyrirtæki í okkar atvinnulífi. Þetta eru auðvitað vonbrigði, að þessi staða sem er uppi í heiminum vegna Covid sé að hafa þessi þungu áhrif hér á okkar samfélag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að framleiðslustöðvunin muni vara í einhverja mánuði en bindur vonir við það að markaðurinn nái sér á strik sem fyrst. Það sé mikilvægt að sem flestir geti fengið vinnu á ný, enda skipti PCC-Bakki miklu máli fyrir samfélagið. „Það eru væntanlega þarna 80 til 90 manns sem eru búin að missa vinnuna við þetta. Svo eru fjölmörg fyrirtæki hér á svæðinu sem hafa stólað á að þjónusta PCC og svo önnur eitthvað minna. Þetta hefur mikil áhrif á allt atvinnulífið á svæðinu og samfélagið í heild,“ segir Kristján Þór. „Það er mikilvægt að horfa til þess að þetta eru tímabundin áhrif og allir verða að leggjast á eitt með að komast í gegn. Á það einblínum við.“ Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir uppsagnir PCC-Bakka vegna framleiðslustöðvunar þungt högg fyrir samfélagið fyrir norðan. Hann segir ákvörðun félagsins um að stöðva framleiðsluna tímabundið hafa keðjuverkandi áhrif í atvinnulífinu. „Hugur manns er hjá starfsfólki og fjölskyldum þeirra sem sagt hefur verið upp á þessum vinnustað. Þetta er einn af okkar lykilvinnustöðum og lykilfyrirtæki í okkar atvinnulífi. Þetta eru auðvitað vonbrigði, að þessi staða sem er uppi í heiminum vegna Covid sé að hafa þessi þungu áhrif hér á okkar samfélag,“ segir Kristján Þór í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að framleiðslustöðvunin muni vara í einhverja mánuði en bindur vonir við það að markaðurinn nái sér á strik sem fyrst. Það sé mikilvægt að sem flestir geti fengið vinnu á ný, enda skipti PCC-Bakki miklu máli fyrir samfélagið. „Það eru væntanlega þarna 80 til 90 manns sem eru búin að missa vinnuna við þetta. Svo eru fjölmörg fyrirtæki hér á svæðinu sem hafa stólað á að þjónusta PCC og svo önnur eitthvað minna. Þetta hefur mikil áhrif á allt atvinnulífið á svæðinu og samfélagið í heild,“ segir Kristján Þór. „Það er mikilvægt að horfa til þess að þetta eru tímabundin áhrif og allir verða að leggjast á eitt með að komast í gegn. Á það einblínum við.“
Norðurþing Vinnumarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira