Víðir telur líklegt að fleiri leikjum Íslandsmótsins verði frestað Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júní 2020 12:38 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Líklegt þykir að fleiri leikjum verði frestað í kjölfar smits sem kom upp í leikmannahópi Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar í gær. Víðir Reynisson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu þar sem hann fór yfir ferlið í þeim málum sem komið hafa upp en staðfest er að einn leikmaður í Pepsi-Max deild kvenna og einn leikmaður í Pepsi-Max deild karla er með veiruna. „Smitrakning er í gangi og margir sem bíða niðurstöðu í kjölfar smitsins sem kom upp í gær. Þetta getur haft talsvert mikil áhrif. Það má áætla að þetta hafi áhrif á næstu leiki Stjörnunnar. Ég held að það sé augljóst,“ sagði Víðir. Leik KFG og Ægis í 3.deild karla sem fyrirhugaður var í dag var frestað þar sem verið er að sótthreinsa félagssvæði Stjörnunnar en KFG leikur heimaleiki sína á svæðinu. Stjarnan á að mæta KA í Pepsi-Max deild karla á morgun en það verður að teljast afar ólíklegt að sá leikur fari fram. Víðir segir að það muni skýrast betur að smitrakningu lokinni. „Smitrakningin í kringum þennan aðila úr Stjörnunni er í fullum gangi. Það kemur í ljós á næstu klukkustundum hversu margir þurfa að fara í sóttkví. Dagurinn verður að leiða það í ljós. Það gæti þurft að fresta fleiri leikjum,“ segir Víðir. Víðir var spurður að því hvort hægt væri að komast hjá tveggja vikna sóttkví með því að fara í skimun en það kemur ekki til greina og því ljóst að þau smit sem hafa þegar komið upp munu hafa víðtæk áhrif á íslensk knattspyrnulið í sumar. „Allir sem eru útsettir þurfa að vera í sóttkví í fjórtán daga. Við munum taka sýni af öllum sem eru útsettir. Liðin (Karlalið Stjörnunnar og kvennalið Breiðabliks) verða boðuð í sýnatöku á næstunni, jafnvel um helgina,“ segir Víðir. Helstu deildir heims eru í fullum gangi þessa dagana en samkvæmt Víði er ómögulegt að bera umhverfið í íslenska boltanum saman við þær aðgerðir sem notast er við á Englandi, Þýskalandi, Spáni og víðar. „Leikmenn erlendis fara í skimun tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki hvort fjárhagur íslenskra liða myndi leyfa það,“ sagði Víðir. Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþátt Fótbolta.net á X-inu 977.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira