„Þetta var svona Davíð og Golíat móment“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. júní 2020 18:33 Guðmundur Franklín Jónsson segist alltaf vera sigurviss en raunsær. Vísir/Berghildur Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8% atkvæða í forsetakosningunum í gær. Aðspurður segist hann ekki vera vonsvikinn. „Nei alls ekki, ég er alltaf sigurviss fyrir allt sem ég geri. Þetta eru 13.000 atkvæði og ég bara þakka innilega fyrir þau,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort hann hafi þá fyrst og fremst verið að vekja athygli á eigin málstað frekar en að sækjast eftir embættinu svarar Guðmundur. Já fyrst og fremst að vekja athygli á auðlindum okkar og hugsanlegri sölu þeirra út af covid-19 því ég er svo hræddur um að þeir segi nú, hér varð Covid, eins og þeir sögðu áður, hér var hrun. Guðmundur segir að hann hafi séð tækifæri á að koma sínum baráttumálum á framfæri þegar engin bauð sig fram gegn Guðna. „Ég sá að það ætlaði enginn að bjóða sig fram gegn Guðna. Mér fannst gullið tækifæri að koma þessu mínum baráttumálum til skila til þjóðarinnar. Fyrst og fremst var ég að bjóða mig fram til forseta. Ef ég hefði unnið hefði það verið glæsilegt, en ég er mjög raunsær maður og sitjandi forseti hefur alltaf unnið. Ég gerði mér grein fyrir að það væri við ofurefli að etja, þetta var svona Davíð og Golíat móment,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að framboðið hafi kostað um tvær milljónir króna. „Þetta var svolítið dýrt náttúrulega þetta kostaði tvær milljónir með öllu og ég greiddi mikinn hluta af þeim úr eigin vasa,“ segir Guðmundur. Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Vildi vekja fólk til umhugsunar „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. 28. júní 2020 10:39 Vildi vekja fólk til umhugsunar „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. 28. júní 2020 10:39 Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Þótt lokatölur liggi ekki fyrir er nokkuð ljóst að Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn í embætti forseta lýðveldisins Íslands. 28. júní 2020 01:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson hlaut 7,8% atkvæða í forsetakosningunum í gær. Aðspurður segist hann ekki vera vonsvikinn. „Nei alls ekki, ég er alltaf sigurviss fyrir allt sem ég geri. Þetta eru 13.000 atkvæði og ég bara þakka innilega fyrir þau,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort hann hafi þá fyrst og fremst verið að vekja athygli á eigin málstað frekar en að sækjast eftir embættinu svarar Guðmundur. Já fyrst og fremst að vekja athygli á auðlindum okkar og hugsanlegri sölu þeirra út af covid-19 því ég er svo hræddur um að þeir segi nú, hér varð Covid, eins og þeir sögðu áður, hér var hrun. Guðmundur segir að hann hafi séð tækifæri á að koma sínum baráttumálum á framfæri þegar engin bauð sig fram gegn Guðna. „Ég sá að það ætlaði enginn að bjóða sig fram gegn Guðna. Mér fannst gullið tækifæri að koma þessu mínum baráttumálum til skila til þjóðarinnar. Fyrst og fremst var ég að bjóða mig fram til forseta. Ef ég hefði unnið hefði það verið glæsilegt, en ég er mjög raunsær maður og sitjandi forseti hefur alltaf unnið. Ég gerði mér grein fyrir að það væri við ofurefli að etja, þetta var svona Davíð og Golíat móment,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að framboðið hafi kostað um tvær milljónir króna. „Þetta var svolítið dýrt náttúrulega þetta kostaði tvær milljónir með öllu og ég greiddi mikinn hluta af þeim úr eigin vasa,“ segir Guðmundur.
Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Vildi vekja fólk til umhugsunar „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. 28. júní 2020 10:39 Vildi vekja fólk til umhugsunar „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. 28. júní 2020 10:39 Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Þótt lokatölur liggi ekki fyrir er nokkuð ljóst að Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn í embætti forseta lýðveldisins Íslands. 28. júní 2020 01:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Vildi vekja fólk til umhugsunar „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. 28. júní 2020 10:39
Vildi vekja fólk til umhugsunar „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. 28. júní 2020 10:39
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16
Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Þótt lokatölur liggi ekki fyrir er nokkuð ljóst að Guðni Th. Jóhannesson hefur verið endurkjörinn í embætti forseta lýðveldisins Íslands. 28. júní 2020 01:33