N1 mótið hefst í dag: Aldrei fleiri lið skráð til leiks 1. júlí 2020 12:15 N1 mótið á Akureyri hefst í dag. Vísir/N1 Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1. Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira
Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks en einmitt nú. Mótið stendur frá deginum í dag, 1. júlí, og lýkur þann 4. júlí eða á laugardaginn kemur. N1 mótið er einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein Íslands. Skráð lið í ár eru 212 talsins og hafa aldrei fleiri lið verið skráð til leiks, en þau voru 204 á síðasta ári sem var metfjöldi. Þátttakendafjöldi er 1.940 talsins og nær nánast sömu höfðatölu og í fyrra, en það var fjölmennasta N1 mótið frá upphafi. Breiðablik úr Kópavogi sendir flest lið til leiks að þessu sinni, eða 16 talsins, en Hafnfirðingarnir í Fimleikafélagi bæjarins fylgja fast á hæla nágranna þeirra og senda 11 lið. Ekkert erlent lið kemur til leiks í ár af skiljanlegum ástæðum. N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi og í samningi N1 og KSÍ er hlúð að framtíðarleikmönnum, t.d. í gegnum Hæfileikamótun N1 og KSÍ. Í ár mætir fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnar Þór Viðarsson til að fylgjast með þátttakendum og því ljóst að margir eiga eftir að sýna sitt besta með hann á hliðarlínunni. Eins og ætíð áður fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið og minna skipuleggjendur á að sýna tillit vegna þess ástands sem ríkt hefur, en einnig umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. N1 er styrktaraðili mótsins en framkvæmdin er í höndum KA. „Eins og fyrri ár höfum við talið niður dagana þar til N1 mótið hefst, enda einn af hápunktum sumarsins hjá okkur í KA og við getum ekki beðið eftir að taka á móti strákunum og þeirra fólki og sjá hér allt iða af lífi og fjöri. Kappið, leikgleðin, köllin og fögnin fylla bæinn og það eru sannkölluð forréttindi að fá að hafa umsjón með þessu frábæra móti enda samstarfið við N1, þjálfara, aðstandendur og að sjálfsögðu keppendurna sjálfa alltaf jafn gott. Venju samkvæmt minnum við forráðamenn á að vera duglega við að taka myndir af drengjunum og merkja með #n1mótið á samfélagsmiðlum og halda þannig áfram að skrá þannig söguna,” segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Við hjá N1 erum alltaf jafn stolt af þessu móti og reiknum eins og áður með stórskemmtilegum dögum þar sem keppnisskapið verður allsráðandi með heiðarleika og drengskap í fyrirrúmi. Samstarfið við KA er afar ánægjulegt og N1 mun sem fyrr halda áfram að styðja grasrótarstarf bæði stráka og stelpna um land allt og hlökkum til að sjá enn eina kynslóðina hefja leik á þessu frábæra móti,” segir Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1.
Fótbolti Íslenski boltinn Akureyri Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Sjá meira