Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum stærsti gerendahópurinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Í yfir fjörtíu prósent nauðgunarmála sem koma á borð Stígamóta er gerandinn vinur eða kunningi botaþola. Vísir/vilhelm Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn. Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ungir karlmenn sem nauðga vinkonum sínum er stærsti gerendahópurinn hjá Stígamótum. Þeir leita sér sífellt oftar hjálpar hjá Stígamótum eftir að hafa brotið af sér og telur verkefnastýra að skoða eigi þörfina á sérstöku úrræði fyrir þá. Samkvæmt nýrri ársskýrslu leituðu átta hundruð áttatíu og fimm til Stígamóta í fyrra. Þeim fjölgar um ríflega eitt hundrað milli ára. Á síðustu fimm árum hefur fjölgað um 43 prósent í hópnum. „Stærsti hópurinn sem kemur til okkar eru ungar konur og lang flestir sem koma til okkar eru að leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis sem fólk var beitt í æsku. Þannig að 70 prósent af okkar fólki var beitt ofbeldi undir átján ára aldri," segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Um sjötíu prósent brotaþola höfðu orðið fyrir nauðgun og í sjötíu og fimm prósent tilfella var brotið framið í heimahúsi; á sameiginlegu heimili, heimili ofbeldismanns, hjá brotaþola eða hjá öðrum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.Vísir/Egill Stærsti hópur gerenda í nauðgunarmálum eru vinir eða kunningjar. „Ef við skoðum þetta síðan í fyrra voru þetta 142 sem töldust vinir eða kunningjar sem nauðguðu. Þegar við skoðun aldurssamsetninguna á þeim er stærsti hópurinn á aldrinum 18-29 og næst stærsti á áldrinum 14-17 ára. Þannig þetta eru fyrst og fremst ungir karlar sem eru að nauðga vinkonum sínum," segir Steinunn. Hún segir unga menn úr hópnum hafa í auknum mæli leitað til Stígamóta. „Og eru að velta fyrir sér: „Nú hefur vinkona mín sagt mér að það sem gerðist í okkar samskiptum uppifði hún sem nauðgun. Hvað get ég gert til að leita mér aðstoðar, til að taka ábyrgð?" en þesi úrræði eru bara einfaldlega ekki til staðar," segir Steinunn Stígamót vísa þeim frá þar sem úrræðið er einungis fyrir brotaþola. Hún telur hins vegar að skoða ætti þörfina fyrir sérstakt úrræði fyrir gerendur. „Að ungir karlar geti leitað sér aðstoðar til að koma megi í veg fyrir frekara kynferðisofbeldi," segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira