Alexander Petersson fertugur í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2020 12:00 Alexander Petersson lék einkar vel með íslenska landsliðinu á EM í upphafi þessa árs. epa/ANDREAS HILLERGREN Alexander Petersson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á Evrópumótinu 2010. Sama ár var Alexander valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. 40 Jahre und noch immer top-fit: Hut ab, Lexi! Wir wünschen dir zu deinem heutigen runden Geburtstag Alles Gute!#1team1ziel pic.twitter.com/ohTbc4uFll— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) July 2, 2020 Alexander fæddist í Ríga, höfuðborg Lettlands, þann 2. júlí 1980. Hann kom til Íslands 1998 og gekk í raðir Gróttu/KR. Þar lék Alexander til 2003 þegar hann fór til þýska liðsins Düsseldorf. Hann var valinn besti sóknarmaður efstu deildar á sínu síðasta tímabili á Íslandi. Alexander hefur leikið samfleytt í Þýskalandi í sautján ár. Hann var hjá Düsseldorf í tvö ár en fór til Grosswallstadt 2005. Eftir tveggja ára dvöl þar hélt Alexander til Flensburg. Alexander samdi við Füchse Berlin 2009 og lék þar undir stjórn Dags Sigurðssonar í þrjú ár. Frá 2012 hefur hann leikið með Rhein-Neckar Löwen. Alexander fagnar þýska meistaratitlinum með Rhein-Neckar Löwen 2017.getty/Uwe Anspach Hjá Löwen hefur Alexander unnið nokkra titla. Liðið varð Þýskalandsmeistari 2016 og 2017, bikarmeistari 2018, vann þýska ofurbikarinn 2016, 2017 og 2018 og EHF-bikarinn 2013. Þá var Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen. Alexander fékk íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs 2003 en þurfti að bíða til 2005 eftir að leika með íslenska landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 5. janúar 2005 í eins marks tapi fyrir Svíþjóð, 28-29, í Borås. Alexander skoraði þrjú mörk í leiknum. Fyrsta stórmót Alexanders með íslenska landsliðinu var HM í Túnis 2005. Hann lék á öllum stórmótum sem Ísland fór á til 2012. Alexander var í stóru hlutverki í silfurliðinu 2008 og bronsliðinu 2010. Alexander í leik gegn Argentínu á Ólympíuleikunum í London 2012.getty/Jeff Gross Hann var svo valinn í úrvalslið HM 2011. Þar var Alexander markahæstur Íslendinga og sjötti markahæstur í heildina með 53 mörk. Alexander kom aftur í íslenska landsliðið 2015 og lék með því á HM 2015 og EM 2016. Hann sneri enn og aftur í landsliðið fyrir EM í byrjun þessa árs þar sem hann var með bestu leikmönnum Íslands. Alexander skoraði 23 mörk á EM og var markahæstur Íslendinga á mótinu ásamt Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni. Handbolti Íslenski handboltinn Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Alexander Petersson, einn besti handboltamaður sem Ísland hefur átt, fagnar fertugsafmæli sínu í dag. Hann var lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á Evrópumótinu 2010. Sama ár var Alexander valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. 40 Jahre und noch immer top-fit: Hut ab, Lexi! Wir wünschen dir zu deinem heutigen runden Geburtstag Alles Gute!#1team1ziel pic.twitter.com/ohTbc4uFll— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) July 2, 2020 Alexander fæddist í Ríga, höfuðborg Lettlands, þann 2. júlí 1980. Hann kom til Íslands 1998 og gekk í raðir Gróttu/KR. Þar lék Alexander til 2003 þegar hann fór til þýska liðsins Düsseldorf. Hann var valinn besti sóknarmaður efstu deildar á sínu síðasta tímabili á Íslandi. Alexander hefur leikið samfleytt í Þýskalandi í sautján ár. Hann var hjá Düsseldorf í tvö ár en fór til Grosswallstadt 2005. Eftir tveggja ára dvöl þar hélt Alexander til Flensburg. Alexander samdi við Füchse Berlin 2009 og lék þar undir stjórn Dags Sigurðssonar í þrjú ár. Frá 2012 hefur hann leikið með Rhein-Neckar Löwen. Alexander fagnar þýska meistaratitlinum með Rhein-Neckar Löwen 2017.getty/Uwe Anspach Hjá Löwen hefur Alexander unnið nokkra titla. Liðið varð Þýskalandsmeistari 2016 og 2017, bikarmeistari 2018, vann þýska ofurbikarinn 2016, 2017 og 2018 og EHF-bikarinn 2013. Þá var Guðmundur Guðmundsson þjálfari Löwen. Alexander fékk íslenskan ríkisborgararétt í byrjun árs 2003 en þurfti að bíða til 2005 eftir að leika með íslenska landsliðinu. Hann lék sinn fyrsta landsleik 5. janúar 2005 í eins marks tapi fyrir Svíþjóð, 28-29, í Borås. Alexander skoraði þrjú mörk í leiknum. Fyrsta stórmót Alexanders með íslenska landsliðinu var HM í Túnis 2005. Hann lék á öllum stórmótum sem Ísland fór á til 2012. Alexander var í stóru hlutverki í silfurliðinu 2008 og bronsliðinu 2010. Alexander í leik gegn Argentínu á Ólympíuleikunum í London 2012.getty/Jeff Gross Hann var svo valinn í úrvalslið HM 2011. Þar var Alexander markahæstur Íslendinga og sjötti markahæstur í heildina með 53 mörk. Alexander kom aftur í íslenska landsliðið 2015 og lék með því á HM 2015 og EM 2016. Hann sneri enn og aftur í landsliðið fyrir EM í byrjun þessa árs þar sem hann var með bestu leikmönnum Íslands. Alexander skoraði 23 mörk á EM og var markahæstur Íslendinga á mótinu ásamt Aroni Pálmarssyni og Bjarka Má Elíssyni.
Handbolti Íslenski handboltinn Þýski handboltinn Tímamót Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira