„Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Júlíana Þóra Hálfdánardóttir skrifar 3. júlí 2020 19:00 Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Sjá meira
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Sjá meira