Máni um Kristján Flóka: „Hægt að hrósa honum og skamma hann“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2020 09:15 Kristján Flóki fer niður eftir baráttuna við Kára. vísir/s2s Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur, var ósáttur með Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, í rauða spjaldinu sem Kári Árnason fékk í leik KR og Víkinga í gær. Þrír Víkingar fengu rautt spjald og fyrsta rauða spjaldið fékk Kári í fyrri hálfleik er hann tosaði í Kristján Flóka sem datt. Kristján Flóki viðurkenndi eftir leikinn að hann hafi látið sig detta nokkuð auðveldlega en hafi þó fundið að Sölvi hafi tosað í sig. „Ég næ að koma mér fram fyrir hann en mér finnst ég missa boltann of langt frá mér. Ég finn fyrir honum tosa í mig og ég fer frekar auðveldlega niður en það er ekki mitt að dæma hvað á að gera í stöðunni. Við verðum að virða það sem dómarinn gerir,“ sagði Kristján Flóki eftir leikinn. Máni var sáttur með Kristján Flóka að hafa sagt satt og rétt frá en var ekki sáttur við hann að láta sig falla. „Það er hægt að hrósa honum og skamma hann. Það er hægt að hrósa honum fyrir að segja eins og þetta er svo við þurfum ekki að meta þetta hérna í sjónvarpinu. Menn gætu verið með alls konar skoðanir einhverjir sérfræðingar og vita ekki hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum.“ „Kristján Flóki segir það sem er að gerast í hausnum á honum og segir: „Ég fór auðveldlega niður“. Hann ætlaði klárlega að gera þetta. Við eigum að treysta að dómararnir séu það góðir og geti dæmt þetta sjálfir,“ sagði Máni um það að leikmenn „þurfi“ að láta sig detta. Innslagið má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin: Máni um rauða spjaldið á Kára Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, sparkspekingur, var ósáttur með Kristján Flóka Finnbogason, framherja KR, í rauða spjaldinu sem Kári Árnason fékk í leik KR og Víkinga í gær. Þrír Víkingar fengu rautt spjald og fyrsta rauða spjaldið fékk Kári í fyrri hálfleik er hann tosaði í Kristján Flóka sem datt. Kristján Flóki viðurkenndi eftir leikinn að hann hafi látið sig detta nokkuð auðveldlega en hafi þó fundið að Sölvi hafi tosað í sig. „Ég næ að koma mér fram fyrir hann en mér finnst ég missa boltann of langt frá mér. Ég finn fyrir honum tosa í mig og ég fer frekar auðveldlega niður en það er ekki mitt að dæma hvað á að gera í stöðunni. Við verðum að virða það sem dómarinn gerir,“ sagði Kristján Flóki eftir leikinn. Máni var sáttur með Kristján Flóka að hafa sagt satt og rétt frá en var ekki sáttur við hann að láta sig falla. „Það er hægt að hrósa honum og skamma hann. Það er hægt að hrósa honum fyrir að segja eins og þetta er svo við þurfum ekki að meta þetta hérna í sjónvarpinu. Menn gætu verið með alls konar skoðanir einhverjir sérfræðingar og vita ekki hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum.“ „Kristján Flóki segir það sem er að gerast í hausnum á honum og segir: „Ég fór auðveldlega niður“. Hann ætlaði klárlega að gera þetta. Við eigum að treysta að dómararnir séu það góðir og geti dæmt þetta sjálfir,“ sagði Máni um það að leikmenn „þurfi“ að láta sig detta. Innslagið má sjá hér að ofan. Klippa: Pepsi Max-tilþrifin: Máni um rauða spjaldið á Kára
Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07 Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt. 4. júlí 2020 20:07
Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23
Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Þjálfara Víkings fannst öll þrjú rauðu spjöldin sem hans menn fengu gegn KR ósanngjörn. 4. júlí 2020 19:54