Stálu bíl og þóttust vera í fjöruferð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 16:48 Lögreglan á Vestfjörðum hefur átt annasama viku. Vísir/Vilhelm Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Undanfarin vika hefur verið annasöm hjá lögreglunni á Vestfjörðum en síðastliðinn mánudag aðstoðaði lögreglan við leit að fólki sem var í botni Veiðileysufjarðar á leið til Hornvíkur. Neyðarskilaboð bárust um að tveir aðilar væru týndir í þoku en hefðu tjald og mat til eins dags. Síðar var tilkynnt að landvörður hefði komið til móts við fólkið og aðstoðað það við að komast heilu og höldnu til Hornvíkur. Síðar sama dag tilkynnti ökumaður að hjólhýsi hans hefði fokið á hliðina á Gilsfjarðarbrú og lokaði í kjölfarið umferð um brúna. Engin slys urðu á fólki en kalla þurfti kranabíl til við að opna aftur fyrir umferð. Þá kviknaði í sófa í heimahúsi á Ísafirði sama kvöld og var eldurinn farinn að læsa sig í klæðningu hússins. Nágranni var fljótur að bregðast við og var byrjaður að slökkva eldinn með handslökkvitæki þegar lögreglu bar að garði sem tók við slökkvistarfi. Talið er að sígarettuglóð hafi kveikt eldinn. Þá var tilkynnt um slasaðan göngumann á Sellátranesi í Vesturbyggð á föstudag. Eldri kona hafði snúið sig á ökkla og talið er að hún gæti hafa brotnað. Björgunarsveitir og sjúkralið komu henni til aðstoðar. Aðfaranótt laugardags missti ökumaður stjórn á bifreið við Látur í Ísafjarðardjúpi. Bifreiðin rann út af veginum en enginn slasaðist þó að alvarlegt tjón hafi orðið á bifreiðinni. Aðfaranótt sunnudags var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út þar sem óttast var um afdrif göngumanns við Rekavík, sem var á leið úr Hornvík til Hlöðuvíkur. Tveir lögreglumenn fóru með þyrlunni til að leita að göngumanninum og fannst maðurinn heill á húfi í Hlöðuvík. Þá varð bílvelta í gær við ánna Pennu í Vatnsfirði og hafnaði bifreiðin á hvolfi. Ökumaðurinn, karlmaður á áttræðisaldri, var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hann var með áverka á baki og mjöðm. Tveir menn voru handteknir í gærmorgun vegna gruns um stuld á bifreið og ölvunarakstur á Tálknafjarðarvegi. Þeir höfðu tekið bifreið í eigu félaga þeirra án leyfis og ekið henni burt. Þegar þeir komu auga á lögregluna stöðvuðu þeir bílinn og reyndu að hlaupa í burtu en þegar lögregla náði tali af þeim sögðust þeir hafa verið í fjöruferð. Lögreglustjóra barst þá kæra frá Umhverfisstofnun vegna utanvegaaksturs á Dynjandisheiði og er málið nú í sektarferli.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira