Vondaufur um að fundahöld skili nokkru Stefán Ó. Jónsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. júlí 2020 16:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, á hluthafafundi 22. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm „Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta er ekki góð staða því að báðir aðilar eru búnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná þessum samningum, sem báðir skrifuðu undir. Þannig að við verðum að meta stöðuna upp á nýtt,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group eftir að félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands kolfelldu nýjan kjarasamning við flugfélagið. Ríkissáttasemjari hefur boðað deilendur á fund í Karphúsinu á föstudag til að miðla málum en Bogi segist ekki vita hvaða tilgangi það þjónar. „Því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ segir Bogi. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar beri með sér að félagsmenn hafi þótt Icelandair ganga of langt í hagræðingarkröfum sínum. „Ég myndi halda að það væri öllum heilla ef félagið myndi bakka með sínar kröfur. Við getum þá skrifað undir nýjan samning sem vonandi yrði samþykktur,“ segir Guðlaug. Bogi segir að forsvarsmenn Icelandair hafi lagt áherslu á að tryggja samkeppnishæfni félagsins - „og það er það sem við gerðum í þessum samningi sem skrifað var undir. Á sama tíma stóðum við vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja. Við komumst því miður ekki lengra þannig að við þurfum bara að fara mjög vel yfir stöðuna núna.“ Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins sé einmitt að semja við flugstéttir félagsins Aðspurður hvort Icelandair muni nú manna flugvélar sínar með aðstoð erlendra starfsmannaleiga segir Bogi að það hafi aldrei verið stefnan. Icelandair starfi eftir leikreglum íslensk vinnumarkaðar og flugfélagið ætli sér áfram að vera í íslensku vinnuumhverfi. „Það er algjörlega okkar stefna.“ Guðlaug segist jafnframt neita að trúa því að „jafn stórt félag og Icelandair“ ætli sér að brjóta reglur á íslenskum vinnumarkaði. „Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum, við ætlum að gera það og ég vona að þeir [Icelandair] geri það líka.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36