Landsliðsþjálfarinn vill fleiri yngri leikmenn í atvinnumennsku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2020 18:00 Jón Þór Hauksson tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tveimur árum. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að Ísland eignist fleiri leikmenn í atvinnumennsku. Undanfarin misseri hefur leiðin frekar legið heim en út hjá okkar sterkustu leikmönnum. Fyrir þetta tímabil komu t.a.m. landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir aftur til Íslands eftir að hafa leikið erlendis síðustu ár. „Ég vil að leikmenn fái leiki við sitt hæfi. Það styrkir deildina hérna heima að fá þessa leikmenn heim og það eflir unga leikmenn í þessum liðum,“ sagði Jón Þór í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. „En sem landsliðsþjálfari myndi ég vilja sjá yngri leikmenn taka skrefið og fá fleiri leiki yfir árið við þeirra hæfi. Við þurfum aðeins að auka tempóið á þeim leikmönnum, að þær fái fleiri áskoranir yfir árið.“ Jón Þór segir að þeir leikmenn sem fari í atvinnumennsku þurfi að vanda valið og finna rétta liðið. „Þú þarft að velja vel, í hvaða lið og deild þú ferð, og hvað hentar þér og þínum leikstíl. Fyrsta skrefið út í atvinnumennsku er gríðarlega mikilvægt og hvenær það er tekið. Það er ekki sama hvert er farið,“ sagði Jón Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um atvinnumennsku
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30 Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. 10. júlí 2020 13:30
Jón Þór um Cloe: „Hún uppfyllir ekki kröfur FIFA“ Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að framherjinn Cloé Lacasse uppfylli ekki kröfur FIFA hvað varðar búsetu og geti því ekki spilað með landsliðinu þrátt fyrir að vera með íslenskt ríkisfang. 10. júlí 2020 10:30