Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 19:59 Hatursorðræða og upplýsingafals hefur fengið að grassera á Facebook. Hundruð auglýsenda sniðganga nú fyrirtækið vegna stefnu þess. Vísir/EPA Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi. Ekkert hefur verið ákveðið með mögulegt auglýsingabann sem er enn til umræðu innanhúss hjá Facebook, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Slíkt bann er talið geta dregið úr misvísandi fullyrðingum um kosningarnar síðustu dagana fyrir kjördag. Áhyggjur eru aftur á móti innan Facebook af því að bann gæti komið niður á hópum sem reyna að fá fólk til að kjósa og stjórnmálamönnum sem vilja bregðast við fjölmiðlaumfjöllun eða nýjum upplýsingum. Gagnrýni á stefnu Facebook hefur komið úr ýmsum áttum undanfarin ár. Fyrirtækið hefur fengið bágt fyrir að leyfa miðlinum að verða að gróðrarstíu lyga og samsæriskenninga fyrir þýðingarmiklar kosningar í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir fjórum árum. Facebook undanskilur einnig auglýsingar stjórnmálamanna eða framboðs þeirra staðreyndavöktun. Á sama tíma hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sakað samfélagsmiðlafyrirtæki um að „þagga niður“ í íhaldsmönnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars gripið til aðgerða til þess að ná sér niður á fyrirtækjunum vegna þess að Twitter takmarkaði aðgang að umdeildum tístum hans. Hann hefur einnig hótað að láta loka samfélagsmiðlum. Hundruð auglýsenda sniðganga nú Facebook til þess að mótmæla stefnu þess gagnvart hatursorðræðu og upplýsingafalsi á miðlinum.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31 Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58 Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag. 23. júní 2020 23:31
Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag. 2. júní 2020 10:58
Trump hótar að loka samfélagsmiðlum Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum. 27. maí 2020 14:51