Open Gunnar Dan Wiium skrifar 11. júlí 2020 17:00 Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kvöld horfði ég á ástralska þáttaröð á Netflix sem fjallaði um líf ýmissa flóttamanna sem náðu með illum leik að komast til Ástralíu þar sem þau enduðu í flóttamannabúðum víðsvegar um landið. Átakanlegt áhorf satt að segja. Hvernig við mannskepnan getum hreinlega lýst yfir eignarhald á landi og skipt okkur upp í ólíkar þjóðerniseiningar þegar í raun við erum einn og sami maðurinn, aðeins aðgreind á yfirborði í formi litar húðar, tungumáli og guðstrúarbrögðum. Átakanlegt að sjá hvernig formið eða hugmyndafræðin um þjóðernisflokkað mannkyn rýrir okkur manngæsku sem er í raun kjarni mennskunnar í formi samkenndar.Flóttafólk sem í dag telur í um 100 milljónum flýja stríðsátök að ýmsu tagi í von um það sama sem við öllum óttumst að hafa ekki sem og að missa þegar við teljum okkur hafa það - öryggi. Það er í raun það eina sem við þráum, öryggi, algjörlega óháð hvernig við erum á litin, óháð trúarbrögðum, hefðum og menningararfleifð. Það er sem innprentað í gen allra lífvera að vernda afkvæmi sín gegn hvaða gjaldi sem er. Ég sem skrifa myndi til dæmis gefa líf mitt án þess að hika fyrir öryggi dóttir minnar ef þess þyrfti. Svo spurningin er, hvað er til ráða? Ég spurði konuna mína í kvöld hvort hún tryði á hugmyndina um opin landamæri. Hún svaraði því játandi mér til furðu því bara hugmyndin um opin landamæri hljómaði svo brjálaðsleg. Sama gildir um garðinn minn sem er á ógirtri hornlóð í smáíbúðarhverfinu. Er ég reiðubúin að deila með meðbræðrum og systrum af þeim auðæfum sem ég bý við, garðinum mínum inniföldum? Risastórar spurningar sem í raun brjóta niður allan þann efnisveruleika sem ég lifi í sem miðaldra hvítur millistéttar dúsbak. Er ég tilbúin að hleypa ókunnugum inn á heimili mitt. Gefa fólki að borða. Hjálpa fólki að standa upp í samfélagi sem er nýtt fyrir þeim. Er ég tilbúin að þjónusta eða vill ég lifa í afneitun á þann harmleik og þær þjáningar sem við girðum af utan sjónlínu. Girðum af í afkimum því samviska okkar þolir ekki að sjá því gjörðir okkar eru raun ef rýnt er gegn betri vitund. Innst inni vitum við að reglurnar eru fáránlegar. Innst inni vitum við að landið tilheyrir engum og öllum á sama tíma. Flóttamaðurinn á landið alveg eins og sá sem fæddist þar. Við forðumst augnsamband við þann sem dregur á eftir sér stútfullt barnavagnarstell af dósum á leið sinni í endurvinnsluna. Hann er í augum formsins stéttar og landlaus en augun ljúga ekki. Hann er bróðir minn. Hann er sonur minn og faðir. Er kannski þetta ekki bara kannski orðið gott spyr ég? Er ekki bara komin tími á breytingar sem kalla á skref inní óvissuna? Skref sem þarfnast ekki nefnda og rýnihópa, heldur bara skref út frá ákvörðun byggða á ljósi. Við vitum ekkert hvort eð er, við erum svo algjörlega vanmáttug fyrir og við finnum það ef við bara stoppum í augnablik og drögum andan. Hvernig væri bara að opna fyrir allt og sjá hvað gerist. Það verður allavega ekki verra, við erum hvort eð er algjörlega alveg lost í eins og staðan er í dag. Lost og skíthrædd við framtíðina því núvitundin er rofin og ómöguleg. Ástæðan fyrir því er ótti sem orsakast af óuppgerðri fortíð og ranghugmyndinni um ég á kostnað við. Ég sem yfirleitt skilgreini mig sem afstöðuleysingja í málum lýsi því hér með yfir að ég tek afstöðu með opnu ógirtu landsvæði sem tilheyrir öllum og öllu.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun