Sigríður Dögg segir ofsafengin viðbrögð við frétt sinni lýsa brengluðum hugmyndum um fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 15. júlí 2020 16:16 „Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“ Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Ég get ekki orða bundist vegna þeirra ofsafengnu viðbragða sem frétt mín í kvöldfréttum RÚV á sunnudaginn vakti. Í fréttinni, sem var ekki einu sinni ein af helstu fréttunum í fréttatímanum, tók ég saman upplýsingar um flutning opinberra stofnana og sviða út á land frá aldamótum. Tilefnið var ákvörðun félagsmálaráðherra að flytja brunamálasvið HMS til Sauðárkróks,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ömurlegar ranghugmyndir um fjölmiðla Vísir greindi frá hinum miklu viðbrögðum sem urðu við frétt Sigríðar Daggar á dögunum. Ekkert lát er á. „Það er í rauninni magnað að upplifa það hve lítil frétt sem þessi sem einfaldlega byggir á samantekt á upplýsingum, hefur orðið tilefni til mikils upphlaups. Ég hef fengið fjölda tölvupósta, Facebook skilaboða og símhringinga frá fólki sem hefur sakað mig um landsbyggðarhatur og hroka, að hafa vísvitandi farið með rangfærslur til þess að gera fréttina að „enn meiri æsifrétt“, ég hef verið sökuð um að hafa ætlað mér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu,“ segir Sigríður Dögg. Hún segist hafa gert mistök í fréttinni, sett tvo ráðherra í skökk kjördæmi og það sé notað miskunnarlaust gegn henni til að kasta rýrð á sig sem fréttamann og til að draga heilindi hennar í efa. „Það þykir mér sárt og óverðskuldað,“ segir Sigríður Dögg. En henni þykir þó alvarlegast að í þessu kristallist brenglað viðhorf til frétta og fjölmiðla. Að þeir séu með fréttum sínum að lýsa afstöðu og misnoti þannig stöðu sína til að klekkja á einhverjum. Að þær hafi annarlegan tilgang og að staðreyndum sé jafnvel hagrætt og þær falsaðar til þess að fréttin megi hafa sem mest áhrif, valda sem mestum usla eða tjóni. Fréttin hleypti út ónæmisviðbrögðum hjá Höllu Signý „Og það sem er ef til vill alvarlegast af öllu er þegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar lýsa þessu viðhorfi. Ekki einungis er það alvarlegt af þeim sökum að orð þeirra hafa mikið vægi í samfélagslegri umræðu heldur einnig vegna þess hve mikilli vanþekkingu það lýsir á hlutverki fjölmiðla, þeim siðareglum og vinnubrögðum sem þar gilda og þeim heilindum sem þar ríkja. Þetta er áhyggjuefni.“ Eftir því sem Vísir kemst næst er Sigríður Dögg þarna meðal annars að vísa til pistils Höllu Signýjar Kristjánsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem hún birtir á Feyki og kallar RÚV og þúfnahyggjan. Þar segir Halla Signý meðal annars: „Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.“
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira