Sautján vélar til Keflavíkur í dag Sylvía Hall skrifar 16. júlí 2020 07:45 Tíu af þeim sautján vélum sem lenda í dag falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands. Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar. Það er svipaður fjöldi og undanfarna daga en sautján vélar komu til landsins í gær, þó þær hafi upphaflega átt að vera nítján samkvæmt upplýsingum á vef Isavia. Sú síðasta kom skömmu fyrir miðnætti. Tíu af þeim sautján vélum sem lenda á Keflavíkurflugvelli í dag koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnarlæknis, en frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista yfir lönd sem eru undanþegin skimun og sóttkví. Áður voru aðeins Færeyjar og Grænland á þeim lista. Von er á fleiri ferðamönnum til landsins en Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði nú í morgunsárið. Líkt og áður hefur verið greint frá greindist einn farþegi um borð með kórónuveirusmit þegar skimað var fyrir veirunni í Hirtshals í Danmörku á þriðjudag. Ekki liggur fyrir hvort um virkt smit sé að ræða en mótefnamæling verður gerð þegar skipið kemur til Íslands. Frá og með deginum í dag bætast ferðamenn frá Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi á lista með Færeyjum og Grænlandi sem verða undanþegnir kröfum um skimun og sóttkví vegna Covid-19. Frá klukkan er áætlað að 17 flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli og eru tíu af þeim að koma frá löndum sem falla undir nýjar reglur sóttvarnalæknis. Íslendingar sem snúa aftur heim frá þessum löndum verða einnig undanþegnir lögboðnum varúðarráðstöfunum, en eru hvattir til að sýna varúð fjórtán daga eftir heimkomu, viðhalda einstaklingsbundnum smitvörnum og forðast á þeim tíma samneyti við viðkvæma einstaklinga. Skilyrði fyrir undanþágunni er að ferðamaðurinn hafi ekki heimsótt svæði sem flokkast sem áhættusvæði fjórtán dögum fyrir komu til Íslands.
Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15 Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10 Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þau smituðu eru Íslendingar sem völdu að fara í sóttkví Tveir íslenskir ríkisborgarar sem völdu að fara í sóttkví við komu til landsins frá áhættusvæði greindust í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 15. júlí 2020 14:15
Meiri áhyggjur af Íslendingum á heimleið en erlendu ferðafólki Farþegar frá fjórum löndum til viðbótar sleppa við að fara í skimun eða sóttkví við komuna til landsins á fimmtudag. 14. júlí 2020 20:10
Farþegar frá fjórum löndum í viðbót sleppa við skimun Frá og með 16. júlí þurfa farþegar frá Noregi, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi ekki þurfa að sæta sóttkví eða skimun við komuna til Íslands. 14. júlí 2020 14:18