Pepsi Max Stúkan um byrjunarlið FH: Nöfnin blekkja okkur og framtíðin er komin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 11:30 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á móti ÍA á dögunum. Vísir/HAG Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport ræddu FH-liðið í síðasta þætti en gengi FH-inga hefur ollið vonbrigðum eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum. FH tapaði á heimavelli á móti Fylki í síðustu umferð í Pepsi Max deild karla og hefur aðeins náð í eitt stig á síðustu þremur vikum. Á sama tíma hefur liðið fengið á sig níu mörk í aðeins þremur leikjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði það þá í viðtali við vefsíðuna fótbolti.net að FH-ingar væru komnir með besta byrjunarlið landsins og Pepsi Max stúkan fór aðeins betur yfir þetta rómaða byrjunarlið FH-liðsins. „Formaðurinn sagði það og það er allt í lagi að ræða það aðeins þó að við höfum rætt það líka fyrir mót. Hann segir það fyrir mót að þeir séu komnir með besta byrjunarlið landsins. Kíkjum á þetta byrjunarlið,“ sagði Guðmundur Benediktsson og upp á skjáinn kom byrjunarliðið hjá FH. „Tækju þið Gunnar Nielsen í markið hjá ykkur,“ spurði Þorkell Máni Pétursson. „Ég myndi segja að þetta gæti verið besta byrjunarlið ársins 2016 en ekki ársins 2020. Nöfnin blekkja okkur svolítið. Við erum búnir að horfa á þessa menn spila hérna í tíu ár eða hvað það er. Framtíðin er komin og tvítugir eða 21 eins árs strákar eru orðnir jafngóðir eða betri heldur en þessi nöfn sem við þekkjum. Við þurfum að læra ný nöfn núna,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Pepsi Max stúkan ræddi líka Björn Daníel Sverrisson og rifjaði upp viðtal við hann sem var tekið áður en hann kom heim. „Hann vill verða þessi leiðtogi og vill aftur verða besti maður deildarinnar en það er ekki að ganga eins og er. Að mínu meti er hluti ástæðunnar fyrir því að liðið sem hann er í hefur ekki verið að tikka. Þegar hann var bestur fyrir fjórum eða fimm árum þá var hann í FH-vélinni. Það gátu hver sem er komið inn í þetta FH-lið þá og meira að segja gat ég spilað þarna og unnið,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Síðustu tvö til þrjú ár þá finnur FH ekki taktinn og hann líður fyrir það. Það er ekki sanngjarnt að segja að hann eigi að finn taktinn fyrir FH sem lið,“ sagði Sigurvin. Það má finna alla umfjöllunin um byrjunarlið FH og Björn Daníel Sverrisson hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Nöfnin blekkja okkur í byrjunarliði FH og framtíðin er komin
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira