Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 08:55 Mikið vatn flæddi úr ánni. Facebook Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal. Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Allt gekk vel að sögn Gauts Ívars Halldórssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðisins, og eru ökutækin sem voru á svæðinu komin réttu megin við ána. „Það voru komnar holur í veginn og brúin leit út eins og árfarvegur að hluta til. Sumir eru smeykir að keyra yfir svoleiðis,“ segir Gautur í samtali við fréttastofu um aðstæðurnar í gærkvöldi. Mikið vatn var á svæðinu, loka þurfti tjaldsvæðinu og er búið að fjarlæga eina göngubrú. Fimm hjólhýsi eru á svæðinu og þeir sem Gautur hafði talað við í morgun ætluðu sér að bíða af sér veðrið á svæðinu. Þar væri fínasta aðstaða og rafmagn og eldhús ef fólk þyrfti á því að halda. „Það var enginn sem tjaldaði í nótt, enda vorum við ekkert að ráðleggja fólki að gera það,“ segir Gautur og bætir við að svolítill kuldi sé á svæðinu. „Það er bara allt á floti í bænum. Þetta minnir bara á október.“ Skriðuföll á tveimur stöðum Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og mikið vatnsveður var í gærkvöldi. Varar Vegagerðin sérstaklega við því að hætta sé á aurskriðum og grjóthruni. Skriðuföll hafa orðið á tveimur stöðum á vegum og er vegurinn undir Spilli í Súgandafirði fyrir utan Suðureyri lokaður. Sömuleiðis er lokað upp á Bolafjall þar sem skriða féll í gær. Ekki virðast hafa orðið miklar skemmdir á vegum í úrhellinu, en skriðuföllin tvö voru tilkynnt til Vegagerðinnar. Snjóað hefur í fjöllum í kringum Ísafjörð en svo virðist sem hann hafi ekki fest á vegum, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Guðmundur Björgvinsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að tilkynning um skriðufall á veginum undir Spilli í Súgandafirði hafi borist á níunda tímanum í morgun, en vegurinn liggur að bæjunum Stað og Bæ í Staðardal.
Ísafjarðarbær Veður Ferðamennska á Íslandi Tjaldsvæði Tengdar fréttir Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13
Aflýsa Hlaupahátíð Vestfjarða vegna veðurs Skriða féll einmitt við Bolafjall í gær, þar sem keppendur áttu meðal annars að fara um í fyrsta hlaupinu. 17. júlí 2020 06:55