Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Telma Tómasson skrifar 20. júlí 2020 15:00 Grindvíkingar eru vanir jarðhræringum, einkum síðustu mánuði. Vísir/Egill Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. Engin merki eru um gosóróa en tugir eftirskjálfta hafa mælst og er fylgst grannt með þróun mála. Grindvíkingar halda ró sinni, en hættuástand er þó viðvarðandi. Hrinan hófst með snörpum jarðskjálfta sem mældist 5 að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi um tuttugu mínútur í miðnætti í gærkvöldi og fannst hann vel á mjög stóru svæði; á Suðurnesjum, víða á höfuðborgarsvæðinu, austur að Vík í Mýrdal, sem og á Akranesi á Vesturlandi. Þetta er ekki óvenjulegt, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur náttúrvársérfræðings á vakt á Veðurstofu Íslands, einkum þegar um svo stóran skjálfta er að ræða. „Við höfum fengið held ég, já, marga tugi ef ekki hundruð tilkynninga,“ segir Salóme. Virkni á svæðinu var talsvert mikil frameftir nóttu, dvínaði aðeins um þrjúleytið, en styrktist aftur í morgunsárið um sexleytið, með tveimur skjálftum upp á 4,6 og 4,3 .Margir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, alls afa orðið 19 skjálftar stærri en þrír og segir Salóme virknina stöðuga áfram, þó hún fari eilítið dvínandi. „Þetta er tengt landrisinu sem hefur verið við Þorbjörn að því leyti að við vorum að búast við því að sjá að virknin myndi hoppa á milli svæða á Reykjanesi og má segja að hún sé endurvakin, jarðskjálftavirkni á Reykjanesi, núna. Þetta er framhald af því. Við sjáum engan gosóróa, engin merki þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið akkúrat núna. En þetta er náttúrulega eldvirkt svæði og það mun gjósa á Reykjanesinu einhvern tímann. En það eru engin merki um það að það sé akkúrat núna.“ Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á svæðinu í kringum Grindavík frá því í janúar, erfitt er að spá fyrir um framhaldið og áfram er grannt fylgst með. „Jörðin er ekki undir okkar stjórn eins mikið og við vildum og við verðum bara að fylgjast með og svo bara kemur í ljós hvað gerist,“ segir Salóme. Tilbúin til rýmingar Grindvíkingar eru orðnir vanir því að jörð skjálfi, taka öllu með stóískri ró en hafa þó varann á. Bæjaryfirvöld fylgjast með gangi mála. „Það er enn þá hættuástand núna og við erum með tengsl við Veðurstofuna ef eitthvað stærra gerist,“ segir Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnssýslusviðs Grindavíkurbæjar. Hvað felur hættuástand í sér af ykkar hálfu? „Í rauninni framhald frá því í janúar þá eru menn viðbúnir að þurfa að rýma, kannski aðallega út af eldgosi, en kannski ekki vegna jarðskjálfta,“ segir Jón.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47