Dagskráin í dag: Pepsi Max, Lengjudeildin, enska B-deildin og Evrópumótaröðin í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 06:00 Íslandsmeistarar KR fá nýliða Fjölnis í heimsókn á Meistaravelli í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira