Ingvar um markið hans Hilmars Árna: „Er aldrei að fara gefa hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 14:00 „Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00
Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15