Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:00 Ragnar Sigurðsson kann afar vel við sig á Parken og á í góðu sambandi við stuðningsmenn FC Köbenhavn. VÍSIR/GETTY „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
„Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30
Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30