Geðheilsa og Covid-19 Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 12. ágúst 2020 11:00 Það var mikið rætt um Covid-19 í tengslum við geðheilsu fyrr í vetur þegar faraldurinn stóð sem hæst hér á landi. Fólk var ýmist hrætt við að smitast eða vera smitberar, óttaðist óvissuna og hvað hún hefði í för með sér, hafði áhyggjur af ástvinum, atvinnu, fjárhag og öðru. Mörg okkar fundu fyrir auknum kvíða, depurð og vonleysi. Með vorinu fór að rofa til hjá mörgum samhliða tilslökunum og því að fólk gat snúið aftur í sinn takt, hitt vini og fjölskyldu, mætt til vinnu, sinnt líkamsrækt, farið í sund og fleira ánægjulegt sem það hafði þurft að fresta vegna smithættu. Nú hafa fréttir síðustu daga leitt í ljós að faraldurinn sækir í sig veðrið að nýju. Einnig hefur komið fram að líklegt sé að við þurfum að búa við ógn veirunnar í einhvern tíma. Engan skal undra þótt fréttirnar komi illa við okkur enda er staðan í mars og apríl okkur enn í fersku minni þar sem mörg misstu vinnuna, takmarkanir eða bönn voru lögð við heimsóknum á dvalarheimili og stofnanir, heimilisofbeldi jókst og staðan í samfélaginu var víða erfið. Þó eru aðstæðurnar ekki fordæmalausar nú enda hefur margt lærst af síðustu bylgju faraldursins. Við erum orðin kunnug því hvernig ástandið getur orðið, hvaða úrræði standa til boða, erum betur að okkur í smitvörnum og síðast en ekki síst vitum við að þetta er tímabundið ástand. Eðlilegt er að fólk finni fyrir tilfinningum eins og kvíða, depurð eða vonleysi, jafnvel reiði, þegar heimsfaraldur ríður yfir. Aðstæðurnar eru í hæsta máta óeðlilegar, en ekki tilfinningarnar sem þeim tengjast. Það er ekki eðlilegt að þurfa að varast aðra, halda sig í hæfilegri fjarlægð og þvo og sótthreinsa hendur í hvívetna. Það eru viðbrigði að þurfa að huga að þessum atriðum daglega og setur fyrra líf okkar úr skorðum. Tölum um líðan og styðjum hvort annað Gott er að muna að tilfinningar eru ekki hættulegar þó þær geti verið óþægilegar. Stundum þykja okkur tilfinningar, líkt og yfirþyrmandi kvíði, benda til að eitthvað hræðilegt sé að gerast þótt raunin sé önnur og tilfinningin líði hjá innan skamms. Gagnlegt er að leyfa tilfinningum að koma og fara, finna þeim nafn og taka eftir því hvaða áhrifum þær valda. Það getur einnig reynst vel að sýna sér skilning þegar eitthvað er erfitt eða okkur líður illa, en mörgum hættir til að rífa sig niður fyrir það að vera ekki upp á sitt besta. Styðjum okkur sjálf líkt og við myndum gera ef ástvinur ætti í hlut. Gott er að ræða líðanina við sína nánustu eða skrifa um það sem hrjáir okkur. Við það öðlumst við meiri fjarlægð á það sem truflar og auðveldara er að sjá málin frá öðru sjónarhorni. Stundum nægir að aðstandandi sýni okkur skilning, hughreysti okkur eða stingi upp á einhverju skemmtilegu til að dreifa huganum. Stuðningur er ómetanlegur en fljótvirkur. Nýtum þessa tíma til að tala saman og tengjast. Verum lausnamiðuð Getum við fundið þörfum okkar nýjan farveg í þessu árferði, gert það sem okkur þykir gefandi og ánægjulegt með öðrum hætti en áður, þannig að við hugum að eigin öryggi og annarra þegar þörf er á? Má halda rafrænt matarboð eða spilakvöld? Hvað með að hreyfa sig úti í náttúrunni, hringja myndsímtal í vini og ættingja, útbúa notalega vinnuaðstöðu heima, lesa bók sem okkur hefur langað til að lesa eða sinna áhugamálum sem setið hafa á hakanum? Okkur hættir nefnilega til að finna fyrir uppgjöf og vonleysi ef það sem við erum vön að gera er ekki í boði. Það birtist til dæmis í því að hætta að hringja í vini ef við megum ekki hitta þá, hætta að hreyfa okkur ef ræktin og sundlaugin eru lokuð, eða hætta að fara í sturtu eða hafa okkur til ef við megum ekki mæta til vinnu eða skóla. Ef til vill eru þessir tímar kjörið tækifæri til að sýna fram á aðlögunarhæfni okkar, styrk og sköpunargáfu í þrengingum. Mannskepnan hefur mikla aðlögunarhæfni og hver veit nema við komum okkur upp fleiri bjargráðum ef við látum á þau reyna. Núvitund sem bjargráð Enn mikilvægara er nú að njóta augnabliksins og dvelja hvorki við fortíð né óvissu framtíðar. Núvitund felur ekki í sér að njóta hvers einasta augnabliks og að vera alltaf í góðu skapi, heldur að taka eftir því sem er að gerast án þess að dæma það eða bregðast við. Með núvitund æfum við okkur í því að taka bæði eftir því sem gerist innra með okkur og hið ytra; hlusta eftir hljóðum, finna lykt, líta í kringum sig, vera til og jafnvel segja við sig: svona er þetta núna. Óvissan er óumflýjanlega hluti af okkar tilveru en á þessum tímum getur hún virst erfiðari en áður. Henni verður þó seint eytt og skárri kostur að samþykkja hana, læra að lifa með henni og ef til vill vera forvitin um það hvað lífið muni bera í skauti sér þrátt fyrir erfiðleika á árinu. Við fórum í gegnum þessa krefjandi tíma í vetur og gerum það aftur nú, hlúum að okkur, nýtum bjargráð sem standa til boða og höldum þetta út saman. Ef vanlíðan er mikil er mikilvægt að leita aðstoðar, en vel má ná tökum á depurð, kvíða og áhyggjum með viðeigandi úrræðum. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Jónsdóttir Tölgyes Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það var mikið rætt um Covid-19 í tengslum við geðheilsu fyrr í vetur þegar faraldurinn stóð sem hæst hér á landi. Fólk var ýmist hrætt við að smitast eða vera smitberar, óttaðist óvissuna og hvað hún hefði í för með sér, hafði áhyggjur af ástvinum, atvinnu, fjárhag og öðru. Mörg okkar fundu fyrir auknum kvíða, depurð og vonleysi. Með vorinu fór að rofa til hjá mörgum samhliða tilslökunum og því að fólk gat snúið aftur í sinn takt, hitt vini og fjölskyldu, mætt til vinnu, sinnt líkamsrækt, farið í sund og fleira ánægjulegt sem það hafði þurft að fresta vegna smithættu. Nú hafa fréttir síðustu daga leitt í ljós að faraldurinn sækir í sig veðrið að nýju. Einnig hefur komið fram að líklegt sé að við þurfum að búa við ógn veirunnar í einhvern tíma. Engan skal undra þótt fréttirnar komi illa við okkur enda er staðan í mars og apríl okkur enn í fersku minni þar sem mörg misstu vinnuna, takmarkanir eða bönn voru lögð við heimsóknum á dvalarheimili og stofnanir, heimilisofbeldi jókst og staðan í samfélaginu var víða erfið. Þó eru aðstæðurnar ekki fordæmalausar nú enda hefur margt lærst af síðustu bylgju faraldursins. Við erum orðin kunnug því hvernig ástandið getur orðið, hvaða úrræði standa til boða, erum betur að okkur í smitvörnum og síðast en ekki síst vitum við að þetta er tímabundið ástand. Eðlilegt er að fólk finni fyrir tilfinningum eins og kvíða, depurð eða vonleysi, jafnvel reiði, þegar heimsfaraldur ríður yfir. Aðstæðurnar eru í hæsta máta óeðlilegar, en ekki tilfinningarnar sem þeim tengjast. Það er ekki eðlilegt að þurfa að varast aðra, halda sig í hæfilegri fjarlægð og þvo og sótthreinsa hendur í hvívetna. Það eru viðbrigði að þurfa að huga að þessum atriðum daglega og setur fyrra líf okkar úr skorðum. Tölum um líðan og styðjum hvort annað Gott er að muna að tilfinningar eru ekki hættulegar þó þær geti verið óþægilegar. Stundum þykja okkur tilfinningar, líkt og yfirþyrmandi kvíði, benda til að eitthvað hræðilegt sé að gerast þótt raunin sé önnur og tilfinningin líði hjá innan skamms. Gagnlegt er að leyfa tilfinningum að koma og fara, finna þeim nafn og taka eftir því hvaða áhrifum þær valda. Það getur einnig reynst vel að sýna sér skilning þegar eitthvað er erfitt eða okkur líður illa, en mörgum hættir til að rífa sig niður fyrir það að vera ekki upp á sitt besta. Styðjum okkur sjálf líkt og við myndum gera ef ástvinur ætti í hlut. Gott er að ræða líðanina við sína nánustu eða skrifa um það sem hrjáir okkur. Við það öðlumst við meiri fjarlægð á það sem truflar og auðveldara er að sjá málin frá öðru sjónarhorni. Stundum nægir að aðstandandi sýni okkur skilning, hughreysti okkur eða stingi upp á einhverju skemmtilegu til að dreifa huganum. Stuðningur er ómetanlegur en fljótvirkur. Nýtum þessa tíma til að tala saman og tengjast. Verum lausnamiðuð Getum við fundið þörfum okkar nýjan farveg í þessu árferði, gert það sem okkur þykir gefandi og ánægjulegt með öðrum hætti en áður, þannig að við hugum að eigin öryggi og annarra þegar þörf er á? Má halda rafrænt matarboð eða spilakvöld? Hvað með að hreyfa sig úti í náttúrunni, hringja myndsímtal í vini og ættingja, útbúa notalega vinnuaðstöðu heima, lesa bók sem okkur hefur langað til að lesa eða sinna áhugamálum sem setið hafa á hakanum? Okkur hættir nefnilega til að finna fyrir uppgjöf og vonleysi ef það sem við erum vön að gera er ekki í boði. Það birtist til dæmis í því að hætta að hringja í vini ef við megum ekki hitta þá, hætta að hreyfa okkur ef ræktin og sundlaugin eru lokuð, eða hætta að fara í sturtu eða hafa okkur til ef við megum ekki mæta til vinnu eða skóla. Ef til vill eru þessir tímar kjörið tækifæri til að sýna fram á aðlögunarhæfni okkar, styrk og sköpunargáfu í þrengingum. Mannskepnan hefur mikla aðlögunarhæfni og hver veit nema við komum okkur upp fleiri bjargráðum ef við látum á þau reyna. Núvitund sem bjargráð Enn mikilvægara er nú að njóta augnabliksins og dvelja hvorki við fortíð né óvissu framtíðar. Núvitund felur ekki í sér að njóta hvers einasta augnabliks og að vera alltaf í góðu skapi, heldur að taka eftir því sem er að gerast án þess að dæma það eða bregðast við. Með núvitund æfum við okkur í því að taka bæði eftir því sem gerist innra með okkur og hið ytra; hlusta eftir hljóðum, finna lykt, líta í kringum sig, vera til og jafnvel segja við sig: svona er þetta núna. Óvissan er óumflýjanlega hluti af okkar tilveru en á þessum tímum getur hún virst erfiðari en áður. Henni verður þó seint eytt og skárri kostur að samþykkja hana, læra að lifa með henni og ef til vill vera forvitin um það hvað lífið muni bera í skauti sér þrátt fyrir erfiðleika á árinu. Við fórum í gegnum þessa krefjandi tíma í vetur og gerum það aftur nú, hlúum að okkur, nýtum bjargráð sem standa til boða og höldum þetta út saman. Ef vanlíðan er mikil er mikilvægt að leita aðstoðar, en vel má ná tökum á depurð, kvíða og áhyggjum með viðeigandi úrræðum. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar