Útköllum vegna hávaða í heimahúsum fjölgar milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögregla fór í nærri þrefalt fleiri hávaðaútköll í sumar en fyrir þremur árum. Yfirlögregluþjónn segir ljóst að partý hafi í auknum mæli færst í heimahús þegar skemmtistaðir loki snemma. Samkvæmt tölum sem fréttastofa óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru útköll vegna hávaða ríflega 1360 talsins árið 2017. Þau voru öllu fleiri árin 2018 og 2019 eða rétt ríflega sextán hundruð. Fyrstu sjö mánuði þessa árs hefur lögregla sinnt um 1350 útköllum. Áberandi flest útköll eru vegna hávaða innandyra og mest er um slík útköll á sumrin. Séu sumarmánuðirnir skoðaðir sérstaklega kemur bersýnilega í ljós að útköllum hefur farið jafnt og þétt fjölgandi en árið í ár sker sig úr. Í maí til júlí 2017 bárust samanlagt 300 útköll vegna hávaða, 480 árið 2018 og í fyrra voru útköllin 523. Í maí til júní á þessu ári hafa útköllin verið 825, þar af 288 vegna hávaða utandyra en 537 vegna hávaða innandyra. „Ef að skemmtistaðir eru lokaðir þá var það svo sem fyrirséð að fólk var að gera meira heima hjá sér og það væru fleiri partý og svoleiðis,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann brýnir fyrir fólki að sýna tillitssemi. „Þessi útköll í heimahús, þó að einhver sofi klukkutíma skemur þá verður honum yfirleitt ekki meint til frambúðar af því. Þannig að lögreglan er alveg sátt við þessi skipti, ef að það eru færri líkamsárásir en fleiri útköll vegna hávaða í heimahús ef það fylgir ekki eitthvað annað brot með,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira