Horizon Zero Dawn: Aloy er enn hörkukvendi Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 07:30 Aloy þarf að etja kappi við hin óhugnanlegustu vélmenni. Vísir/Guerrilla Horizon Zero Dawn er í rauninni miklu betri leikur á PC heldur en PS4, þó upplifunin skemmist vegna hökts og hægagangs. Leikurinn, sem kom fyrst út árið 2017 fyrir PS4, var nýverið gefinn út aftur á PC. Hann lítur betur út og spilast miklu betur og þá sérstaklega í bardögum við stórar vélmennarisaeðlur. Saga leiksins er, sem áður, mjög áhugaverð. Ég hafði í raun gleymt því hvað hún er góð. Eins ég orðaði það árið 2017, þá gerist HZD rúmlega þúsund árum í framtíðinni og er mannkynið í hættu statt. Það eru fáir eftir sem safnast hafa saman í ættbálka og heyja erfiða lífsbaráttu gegn háþróuðum vélum sem eiga sér leyndan uppruna, en líta út og haga sér eins og risaeðlur og önnur dýr. Fornar rústir háhýsa, skriðdreka og vega liggja undir gróðri eða hafa grafist í jörðina. Sem hin unga, móðurlausa og útskúfaða Aloy þurfa spilarar að leysa ráðgátuna um uppruna sinn, hvað kom fyrir mannkynið og koma í veg fyrir útrýmingu þess í annað sinn. Leikir eins og HZD, sem gerast í opnum heimi, eru margir hverjir mjög líkir. Spilarar þurfa að príla upp eitthvað til opna stærri hluta korts leiksins og ferðast um á tveimur jafnfljótum til að opna staði á kortinu sem hægt er seinna meir að ferðast til með einum eða tveimur músarsmellum. Þá er einnig mikið aukaverkefnum, sem flest öll snúast um að fara þangað og drepa þennan, eða fara annað og sækja hitt. Aloy þarf þar að auki að týna blóm, grjót, tré og ýmislegt annað til að smíða hitt og þetta. Söguheimur Horizon Zero Dawn er einkar áhugaverður.Vísir/Guerrilla Þið kannist öll við þetta. Mikið af verkefnum og öðru sem getur varla kallast annað en fylliefni. Það eru fáir open-world leikir sem hafa gert aukaverkefni vel og enginn betur en Witcher 3. Þó sum verkefni geta verið áhugaverð er ég löngu hættur að hlusta á það sem persónur leiksins hafa um þau að segja. Bardagar miklu skemmtilegri Bardagar í HZD eru, eins og millifyrirsögnin gefur til kynna, miklu skemmtilegri í PC. Með mús er hægt að vera mun nákvæmari og auðveldara að hitta viðkvæm svæði á vélmennunum sem Aloy þarf að berjast við. Hvert vélmenni er með veikleika og Alot getur nýtt sér þá. Þeir sjást með því að skanna vélmennin og beita misunandi örvum til að skemma vopn sem vélmenni bera, aðrar eru hannaðar til að losa ytra lag vélmennanna og finna nýja veikleika á þeim. Einnig er hægt að nota gildrur og önnur vopn til að sigra vélmennin. Þetta gerist allt mjög hratt og músin hentar einstaklega vel til að nýta sér þessa veikleika. Ég verð eiginlega pirraður við að hugsa um að næsti leikur um Aloy verður eingöngu fáanlegur á PS5. Þar er mun erfiðara að miða af þeirri miklu nákvæmni sem maður þarf að miða. Samantekt-ish Horizon Zero Dawn er enn mjög góður leikur. Forsvarsmenn Guerrilla hafa heitið því að lagfæra þá tæknilegu galla sem eru á leiknum en hökt og stakir útlitsgallar eru þreytandi. Það sem stendur uppúr eftir að hafa spilað leikinn aftur og nú á PC er hve miklu betra bardagakerfið er með lyklaborð og mús. Saga Aloy er líka enn mjög svo skemmtileg. Það væri gaman að sjá Sony prófa að gefa fleiri PS-leiki út fyrir PC. Last of Us, God of War, Days Gone, það er fullt af leikjum þarna úti sem maður væri til í að prófa aftur. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Horizon Zero Dawn er í rauninni miklu betri leikur á PC heldur en PS4, þó upplifunin skemmist vegna hökts og hægagangs. Leikurinn, sem kom fyrst út árið 2017 fyrir PS4, var nýverið gefinn út aftur á PC. Hann lítur betur út og spilast miklu betur og þá sérstaklega í bardögum við stórar vélmennarisaeðlur. Saga leiksins er, sem áður, mjög áhugaverð. Ég hafði í raun gleymt því hvað hún er góð. Eins ég orðaði það árið 2017, þá gerist HZD rúmlega þúsund árum í framtíðinni og er mannkynið í hættu statt. Það eru fáir eftir sem safnast hafa saman í ættbálka og heyja erfiða lífsbaráttu gegn háþróuðum vélum sem eiga sér leyndan uppruna, en líta út og haga sér eins og risaeðlur og önnur dýr. Fornar rústir háhýsa, skriðdreka og vega liggja undir gróðri eða hafa grafist í jörðina. Sem hin unga, móðurlausa og útskúfaða Aloy þurfa spilarar að leysa ráðgátuna um uppruna sinn, hvað kom fyrir mannkynið og koma í veg fyrir útrýmingu þess í annað sinn. Leikir eins og HZD, sem gerast í opnum heimi, eru margir hverjir mjög líkir. Spilarar þurfa að príla upp eitthvað til opna stærri hluta korts leiksins og ferðast um á tveimur jafnfljótum til að opna staði á kortinu sem hægt er seinna meir að ferðast til með einum eða tveimur músarsmellum. Þá er einnig mikið aukaverkefnum, sem flest öll snúast um að fara þangað og drepa þennan, eða fara annað og sækja hitt. Aloy þarf þar að auki að týna blóm, grjót, tré og ýmislegt annað til að smíða hitt og þetta. Söguheimur Horizon Zero Dawn er einkar áhugaverður.Vísir/Guerrilla Þið kannist öll við þetta. Mikið af verkefnum og öðru sem getur varla kallast annað en fylliefni. Það eru fáir open-world leikir sem hafa gert aukaverkefni vel og enginn betur en Witcher 3. Þó sum verkefni geta verið áhugaverð er ég löngu hættur að hlusta á það sem persónur leiksins hafa um þau að segja. Bardagar miklu skemmtilegri Bardagar í HZD eru, eins og millifyrirsögnin gefur til kynna, miklu skemmtilegri í PC. Með mús er hægt að vera mun nákvæmari og auðveldara að hitta viðkvæm svæði á vélmennunum sem Aloy þarf að berjast við. Hvert vélmenni er með veikleika og Alot getur nýtt sér þá. Þeir sjást með því að skanna vélmennin og beita misunandi örvum til að skemma vopn sem vélmenni bera, aðrar eru hannaðar til að losa ytra lag vélmennanna og finna nýja veikleika á þeim. Einnig er hægt að nota gildrur og önnur vopn til að sigra vélmennin. Þetta gerist allt mjög hratt og músin hentar einstaklega vel til að nýta sér þessa veikleika. Ég verð eiginlega pirraður við að hugsa um að næsti leikur um Aloy verður eingöngu fáanlegur á PS5. Þar er mun erfiðara að miða af þeirri miklu nákvæmni sem maður þarf að miða. Samantekt-ish Horizon Zero Dawn er enn mjög góður leikur. Forsvarsmenn Guerrilla hafa heitið því að lagfæra þá tæknilegu galla sem eru á leiknum en hökt og stakir útlitsgallar eru þreytandi. Það sem stendur uppúr eftir að hafa spilað leikinn aftur og nú á PC er hve miklu betra bardagakerfið er með lyklaborð og mús. Saga Aloy er líka enn mjög svo skemmtileg. Það væri gaman að sjá Sony prófa að gefa fleiri PS-leiki út fyrir PC. Last of Us, God of War, Days Gone, það er fullt af leikjum þarna úti sem maður væri til í að prófa aftur.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira