Ferðamálastofa krefst skýringa frá Mountaineers of Iceland Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 13:10 Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu. Vísir/birgir Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ferðamálastofa hefur óskað eftir skýringum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland um ástæður þess að ákveðið var að fara með 39 manna hóp í skipulagða vélsleðaferð á Langjökul þrátt fyrir viðvaranir og slæma veðurspá. Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við Vísi. „Við höfðum samband við fyrirtækið í morgun og óskuðum eftir afriti af öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á því að ákveðið var að fara í þessa ferð. Okkur hefur þegar borist afrit af öryggisáætluninni og svo eigum við von á skýringun fyrirtæksins á næstu dögum. En það er okkar afstaða þarna hafi ekki verið farið eftir þeim reglum sem gilda um öryggisáætlanir.“ Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Ferðamálastofu en Skarphéðinn segir það of snemmt að segja til það hvort að fyrirtækið verði svipt starfsleyfi. Hann segir mjög ítarlegar lagaskyldur gilda um öryggismál og að það sé skylda yfirvalda að tryggja að þeim sé fylgt. Skarphéðinn Berg Steinarsson.Ferðamálastofa Fólki ani ekki út í einhverja vitleysu Skarphéðinn segir mestu skipta að fólkið hafi komist til byggða og að menn séu nokkuð heilir. „Þetta þarf að skoða vandlega svo að fólk sé ekki að ana út í einhverja vitleysu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er í vélsleðaferð á vegum fyrirtæksins, þrátt fyrir viðvaranir um slæmt veður. Eru þrjú ár síðan hjón týndust í ferð á Langjökli í ferð á vegum fyrirtækisins, en þá, líkt og nú, var farið í ferðina þrátt fyrir vonda veðurspá. Hjónunum voru á endanum dæmdar bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu fyrirtækisins.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25 Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32 Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ferðamennirnir kaldir og skelkaðir: „Ekkert launungarmál að þetta eru mjög erfiðar aðstæður“ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt komu fyrstu björgunarsveitarmenn að fólkinu sem er fast upp við Langjökul. 8. janúar 2020 01:25
Eðlilegt að lögregla rannsaki hvers vegna farið var af stað Veðurfræðingur leggur áherslu á að strax hafi verið ljóst í gærmorgun að veður yrði slæmt á svæðinu en hópurinn lagði af stað eftir hádegi í gær. 8. janúar 2020 11:32
Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina. 8. janúar 2020 12:07