Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. janúar 2020 19:30 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að margítrekað hafi verið bent á vanda bráðadeildar. vísir/egill Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans tekur undir með þeim sem hafa vakið athygli á alvarlegri stöðu bráðadeildar spítalans. „Ástandið á deildinni er mjög alvarlegt og við höfum ítrekað bent á það. Það eru alltof margir sjúklingar þar og flæði þaðan er alltof hægt inná aðrar deildir og aðrar stofnanir,“ segir hún. Hún segir að spítalinn hafi gripið til aðgerða eins og að efla samstarf við heilsugæsluna, deildir hafi verið endurskipulagðar, og tvær nýjar deildir hafi verið opnaðar á síðustu árum. Þá sé verið að vinna að lausnum með nýjum forstöðumönnum. Þetta eigi að skila árangri. „Ég vona að okkur lánist að sjá ummerki þess fljótlega,“ segir hún. Það þurfi hins vegar að hraða öðrum aðgerðum. „Það þarf að efla heimaþjónustu og hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma svo að sjúklingar geti útskrifast af spítalanum,“ segir Guðlaug. Hún segir bráðadeildina í raun endurspegla vel mikið álag á spítalann í heild. Skráð alvarleg tilvik á síðasta ári séu níu en það er þegar sjúklingur verður fyrir- eða hefði getað orðið fyrir varanlegum miska eða dauða. Tillvikunum hafi fækkað aðeins frá því í hittifyrra. „Þau voru aðeins fleiri árið 2018, að minnsta kosti yfir tíu,“ segir Guðlaug að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans segir að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Níu alvarleg atvik voru skráð á spítalanum á síðasta ári. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans tekur undir með þeim sem hafa vakið athygli á alvarlegri stöðu bráðadeildar spítalans. „Ástandið á deildinni er mjög alvarlegt og við höfum ítrekað bent á það. Það eru alltof margir sjúklingar þar og flæði þaðan er alltof hægt inná aðrar deildir og aðrar stofnanir,“ segir hún. Hún segir að spítalinn hafi gripið til aðgerða eins og að efla samstarf við heilsugæsluna, deildir hafi verið endurskipulagðar, og tvær nýjar deildir hafi verið opnaðar á síðustu árum. Þá sé verið að vinna að lausnum með nýjum forstöðumönnum. Þetta eigi að skila árangri. „Ég vona að okkur lánist að sjá ummerki þess fljótlega,“ segir hún. Það þurfi hins vegar að hraða öðrum aðgerðum. „Það þarf að efla heimaþjónustu og hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og hjúkrunarrýma svo að sjúklingar geti útskrifast af spítalanum,“ segir Guðlaug. Hún segir bráðadeildina í raun endurspegla vel mikið álag á spítalann í heild. Skráð alvarleg tilvik á síðasta ári séu níu en það er þegar sjúklingur verður fyrir- eða hefði getað orðið fyrir varanlegum miska eða dauða. Tillvikunum hafi fækkað aðeins frá því í hittifyrra. „Þau voru aðeins fleiri árið 2018, að minnsta kosti yfir tíu,“ segir Guðlaug að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira