Með gleðina í lífinu sem ferðafélaga Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2020 11:15 Guðrún Ögmundsdóttir, sem nú er fallin frá, naut fádæma vinsælda. Fjöldi samferðarmanna minnist hennar nú í dag á netinu. Guðrún Ögmundsdóttir stjórnmálamaður er fallin frá. Guðrún var einstök kona og í miklum metum höfð meðal samferðarmanna sinna. Eiginmaður hennar, Gísli Víkingsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, greindi frá andláti hennar í gær og hafa síðan fjölmargir minnst hennar á samfélagsmiðlum og víðar á netinu. Þannig ritaði Egill Helgason sjónvarpsmaður pistil á bloggsíðu sína þar sem hann talar um hina rámu rödd og blik í auga sem var svo einkennandi fyrir hana. Egill talar um mannkosti Guðrúnar, hún hafi verið þeirrar gerðar að hún hafi ekki farið í manngreinarálit og ekki vafðist fyrir henni að eiga í samskiptum við andstæðinga sína í pólitík. „Öllum líkaði vel við Gunnu, mátu heiðarleika hennar, hreinskiptni – og svo auðvitað húmorinn. Ég held ég hafi aldrei heyrt neinn mann tala illa um Guðrúnu Ögmundsdóttur. Pólitíkin væri betri ef væri fleira fólk eins og hún. Hún vildi vel.“ Skemmtilegur mannvinur Egill segir að tvennt hafi Guðrún þolað illa sem eru fals og öfgar. „Sjálf var hún einlæg hugsjónamanneskja og frumherji – hún háði baráttu fyrir jafnrétti, mannréttindum og frelsi. Guðrún kunni þá list að vera glöð á góðri stundu. Um það vitna fjölmörg eftirmæli. Margt af því sem hún barðist fyrir þykir næstum sjálfsagt núna en var það ekki þegar baráttan hófst. Og hún gerði það á sinn hátt, algjörlega án yfirlætis og skinhelgi. Hún var blátt áfram hún Gunna, skemmtileg, mannvinur – stórkostleg með sína rámu rödd og blik í auga.“ Óbilandi bjartsýni og trú á framtíðina Friðrika Benónýsdóttir ræddi við Guðrúnu en það viðtal birtist í Mannlífi 20. september á síðasta ári. Friðrika tæpir á löngum afrekslista Guðrúnar en allan sinn feril lét hún til sína taka í kvenréttindabaráttu, í baráttu fyrir hinsegin fólk og þá sem höfðu orðið undir í lífinu. Það gerði hún á margvíslegum vettvangi. Friðrika segir svo frá því að Guðrún hafi greinst með krabbamein síðustu áramótin og sé langt komin með lyfjameðferð við því. Við grípum niður í viðtalið sem er lýsandi fyrir bjartsýnina sem einkenndi Guðrúnu. Mannvinurinn Guðrún var hrókur alls fagnaðar og sjálfskipaður veislustjóri þegar svo bar undir. „Hún segist þó ekki kvarta og það sé engin ástæða til að vorkenna henni neitt. „Já, ég er með krabbamein, á ýmsum stöðum,“ segir hún. „Þetta uppgötvaðist svo seint. Ég hafði verið meira og minna hálflasin um tíma en samt auðvitað alltaf í vinnunni. Ég kláraði verkið sem ég var að vinna að um áramótin og eftir það versnaði mér hratt. Fyrst hélt ég að ég væri rifbeinsbrotin, en það var auðvitað ekki þannig. Meinið var búið að dreifa sér í beinin og á fleiri staði. Þetta er bara pakki sem maður fer í gegnum og ég er á æðruleysisskútunni hér. Ég var yfirfélagsráðgjafi á krabbameinsdeild kvenna áður en ég fór í pólitíkina og það rifjast ýmislegt upp þegar maður er kominn þangað sjálfur. Það er alveg dásamleg þjónusta hérna við fólk með alvarleg veikindi, ég held að það sé nánast einstakt. Þótt það sé ýmislegt að í ýmsum kerfum þá er utanumhaldið á krabbameinsdeildinni algjörlega til fyrirmyndar. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Guðrún er gift Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun, og þau eiga tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn. Hún segist aldrei myndu hafa getað gert allt það sem hún hefur afrekað ef hún hefði ekki haft það dásamlega bakland sem hann hefur veitt henni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er meðal þeirra fjölmörgu sem nú minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur.visir/vilhelm „Ég meina það í alvörunni,“ undirstrikar hún. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði hann ekki. Við höfum verið saman í fjörutíu ár núna í október, en mér finnst eins og við höfum byrjað saman í gær. Þetta er alltaf jafngaman. Við höfum bæði ætíð haft gleðina í lífinu sem ferðafélaga og verið samhent í því.“ […] Þakklæti gerir lífið einfaldara að lifa því Þannig að þú ert ekki ein af þeim sem liggur andvaka af áhyggjum yfir því að heimurinn sé að fara til helvítis og allt sem áunnist hefur undanfarna áratugi sé í hættu? „Nei, núna er ég bara í þakklætisfasa,“ segir Guðrún brosandi. „Mér finnst við mættum oftar vera þar. Það er heldur ekki alltaf hægt að vera bara í þessu þunglyndi, maður nær engum árangri með því. Í guðs bænum láttu mig samt ekki líta út eins og einhvern jákvæðan vitleysing í þessu viðtali,“ bætir hún við og skellihlær. „Ég held bara að þakklætið geri það svo miklu einfaldara að lifa.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Guðrúnu hafa skilið eftir sig djúp spor í samfélaginu og hjörtum fjölmargra. Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra birti nú fyrr í dag stuttan pistil sem hún helgar minningu Guðrúnar. Orð Katrínar ríma við orð Egils, að Guðrún hafi notið virðingar þvert á flokkspólitískar línur. „Guðrún Ögmundsdóttir var ein þeirra stjórnmálamanna sem naut virðingar þvert á flokka og átti vini í ólíkum kimum samfélagsins. Hún var ötul baráttukona fyrir mannréttindum og jafnrétti og hreif fólkið í kringum sig með sér í þeirri baráttu. Ég kynntist henni bæði á vettvangi stjórnmálanna og stjórnarráðsins og alltaf tók hún mér með hlýju og gleði af því að hún var manneskja með stórt hjarta sem sannanlega gerði heiminn betri. Hennar verður sárt saknað.“ Lífsgleði, sjarmi og jákvæðni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri minnist Guðrúnar á sinni Facebooksíðu. Segir það ótrúlega sárt að kveðja Guðrúnu. „Hún tókst á við veikindin einsog aðra baráttu með lífsgleði, sjarma, jákvæðni og smitandi bjartsýni auk þess sem húmorinn var aldrei langt undan. Og baráttukona var Gunna alltaf. Hún ruddi brautina á ótalmörgum sviðum og skildi eftir sig djúp spor í samfélaginu og hjörtum fjölmargra. Hvar sem einstaklingar eða hópar sem áttu undir högg að sækja þurftu stuðning eða rödd var Gunna mætt með eldmóð og óbilandi baráttuhug í bland við klókindi og málafylgju.“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ef fleiri væru eins og Guðrún væri heimurinn sannarlega betri en hann er. Dagur segir að eftir magnaðan feril Guðrúnar hafi það verið mikill fengur að fá hana aftur inn í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar vorið 2018 og að sama skapi er það mikill missir að sjá á eftir henni, ekki aðeins sem stjórnmálakonu heldur ekki síður þeirri mögnuðu og sönnu manneskju sem hún var. Sjálfskipaður veislustjóri „Það urðu allir ríkari af því að kynnast Gunnu Ö. Engum hef ég kynnst sem hafði jafn mikið og djúpt innsæi í samskipti fólks og hópa. Gunna var örlát á ráð og reynslu og varð hvarvetna „límið“ í þeim félagsskap sem hún gekk til liðs við - og oftar en ekki sjálfskipaður veislustjóri - því enginn var meiri stemmningsmanneskja eða skemmtilegri á góðri stund. Mér þykir ótrúlega vænt um myndina sem ég læt fylgja frá síðustu gleðigöngu en hún var jafnframt síðasta opinbera þátttaka Gunnu sem borgarfulltrúi áður en hún fór í veikindaleyfi. Ég votta Gísla og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðrúnar Ögmundsdóttur.“ Mikill fjöldi samferðarmanna Guðrúnar minnist hennar með miklum trega. Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi er ein þeirra sem segir Guðrúnu hafa kennt sér meira en flestir. „Mér varð fljótt ljóst hversu einstök hún var og því mætti ekki líta á hana sem hefðbundna fyrirmynd. Lífið er fátækara án hennar en við verðum öll rík af góðum minningum.“ Viktoría Hermannsdóttir sjónvarpskona er önnur sem ritar. „Yndislega Gunna. Svo einstaklega hlý, góð og skemmtileg. Hún var gædd þeim eiginleika að öllum leið vel í návist hennar. Einhver mesta baráttumanneskja sem við Íslendingar höfum átt, stórkostleg manneskja sem barðist alltaf fyrir minni máttar og við sem þjóð eigum henni svo margt að þakka. Blessuð sé minning þessarar mögnuðu konu.“ Kvenskörungur og yndisdúfa Eva Einarsdóttir stjórnmálamaður lýsir Guðrúnu vel á sinni Facebooksíðu en þær kynntust þegar Eva starfaði fyrir Unicef hvar Guðrún var stjórnarformaður. „Seinna hittumst við í Hinu Húsinu af öðrum ástæðum og svo enn seinna þegar ég varð borgarfulltrúi. En jólin áður en ég tók við því hlutverki las ég einmitt sjálfsævisögu hennar sem var þá nýkomin út, sem gaf mér mikið! Og ég sagði henni það seinna. Og hvern hefði grunað að við myndum seinna sitja saman á mega trúnó yfir bjór og sígó eftir fallegt boð í Höfða fyrir kvenborgarfulltrúa frà byrjun. Sátum þarna nokkrar, frá vinstri til hægri, fyrrum borgarstjóri og allt þar á milli og fórum yfir víðan völl. Svo dýrmætt og greipt í minnið. Og svo varð hún borgarfulltrúi að nýju, þvílík fyrirmynd, ekki bara kvenskörungur heldur sönnun þess að við viljum og eigum líka að sækja í reynslu og að aldur sé engin fyrirstaða til að láta af sér kveða.“ Ef allir væru jafn góðir og skemmtilegir ... Eva segir að hún hafi áttað sig á því, síðast þegar þær hittust og hún knúsaði Guðrúnu sem kveinkaði sér hversu líkaminn hafi verið orðinn viðkvæmur og hún þá skilið alvöru málsins. „Síðustu vikur minnti hún mann á svo margt og þetta með að þora kom mikið upp. Fer með það sem leiðarljós inn í nýtt ár. Ætla að þora. Takk elsku Gunna yndisdúfa!“ Og Logi Einarsson formaður Samfylkingar segir: „Ég minnist elsku Gunnu með hlýhug og þakklæti. Ef allir væru jafn góðir og skemmtilegir og þessi yndislega kona var, væri heimurinn sannarlega betri.“ Fjöldi annarra minnist Guðrúnar á Facebook og má hér fyrir neðan sjá nokkur dæmi um minningarorð um hana. Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttir stjórnmálamaður er fallin frá. Guðrún var einstök kona og í miklum metum höfð meðal samferðarmanna sinna. Eiginmaður hennar, Gísli Víkingsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, greindi frá andláti hennar í gær og hafa síðan fjölmargir minnst hennar á samfélagsmiðlum og víðar á netinu. Þannig ritaði Egill Helgason sjónvarpsmaður pistil á bloggsíðu sína þar sem hann talar um hina rámu rödd og blik í auga sem var svo einkennandi fyrir hana. Egill talar um mannkosti Guðrúnar, hún hafi verið þeirrar gerðar að hún hafi ekki farið í manngreinarálit og ekki vafðist fyrir henni að eiga í samskiptum við andstæðinga sína í pólitík. „Öllum líkaði vel við Gunnu, mátu heiðarleika hennar, hreinskiptni – og svo auðvitað húmorinn. Ég held ég hafi aldrei heyrt neinn mann tala illa um Guðrúnu Ögmundsdóttur. Pólitíkin væri betri ef væri fleira fólk eins og hún. Hún vildi vel.“ Skemmtilegur mannvinur Egill segir að tvennt hafi Guðrún þolað illa sem eru fals og öfgar. „Sjálf var hún einlæg hugsjónamanneskja og frumherji – hún háði baráttu fyrir jafnrétti, mannréttindum og frelsi. Guðrún kunni þá list að vera glöð á góðri stundu. Um það vitna fjölmörg eftirmæli. Margt af því sem hún barðist fyrir þykir næstum sjálfsagt núna en var það ekki þegar baráttan hófst. Og hún gerði það á sinn hátt, algjörlega án yfirlætis og skinhelgi. Hún var blátt áfram hún Gunna, skemmtileg, mannvinur – stórkostleg með sína rámu rödd og blik í auga.“ Óbilandi bjartsýni og trú á framtíðina Friðrika Benónýsdóttir ræddi við Guðrúnu en það viðtal birtist í Mannlífi 20. september á síðasta ári. Friðrika tæpir á löngum afrekslista Guðrúnar en allan sinn feril lét hún til sína taka í kvenréttindabaráttu, í baráttu fyrir hinsegin fólk og þá sem höfðu orðið undir í lífinu. Það gerði hún á margvíslegum vettvangi. Friðrika segir svo frá því að Guðrún hafi greinst með krabbamein síðustu áramótin og sé langt komin með lyfjameðferð við því. Við grípum niður í viðtalið sem er lýsandi fyrir bjartsýnina sem einkenndi Guðrúnu. Mannvinurinn Guðrún var hrókur alls fagnaðar og sjálfskipaður veislustjóri þegar svo bar undir. „Hún segist þó ekki kvarta og það sé engin ástæða til að vorkenna henni neitt. „Já, ég er með krabbamein, á ýmsum stöðum,“ segir hún. „Þetta uppgötvaðist svo seint. Ég hafði verið meira og minna hálflasin um tíma en samt auðvitað alltaf í vinnunni. Ég kláraði verkið sem ég var að vinna að um áramótin og eftir það versnaði mér hratt. Fyrst hélt ég að ég væri rifbeinsbrotin, en það var auðvitað ekki þannig. Meinið var búið að dreifa sér í beinin og á fleiri staði. Þetta er bara pakki sem maður fer í gegnum og ég er á æðruleysisskútunni hér. Ég var yfirfélagsráðgjafi á krabbameinsdeild kvenna áður en ég fór í pólitíkina og það rifjast ýmislegt upp þegar maður er kominn þangað sjálfur. Það er alveg dásamleg þjónusta hérna við fólk með alvarleg veikindi, ég held að það sé nánast einstakt. Þótt það sé ýmislegt að í ýmsum kerfum þá er utanumhaldið á krabbameinsdeildinni algjörlega til fyrirmyndar. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Guðrún er gift Gísla Víkingssyni, hvalasérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun, og þau eiga tvö uppkomin börn og þrjú barnabörn. Hún segist aldrei myndu hafa getað gert allt það sem hún hefur afrekað ef hún hefði ekki haft það dásamlega bakland sem hann hefur veitt henni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er meðal þeirra fjölmörgu sem nú minnast Guðrúnar Ögmundsdóttur.visir/vilhelm „Ég meina það í alvörunni,“ undirstrikar hún. „Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði hann ekki. Við höfum verið saman í fjörutíu ár núna í október, en mér finnst eins og við höfum byrjað saman í gær. Þetta er alltaf jafngaman. Við höfum bæði ætíð haft gleðina í lífinu sem ferðafélaga og verið samhent í því.“ […] Þakklæti gerir lífið einfaldara að lifa því Þannig að þú ert ekki ein af þeim sem liggur andvaka af áhyggjum yfir því að heimurinn sé að fara til helvítis og allt sem áunnist hefur undanfarna áratugi sé í hættu? „Nei, núna er ég bara í þakklætisfasa,“ segir Guðrún brosandi. „Mér finnst við mættum oftar vera þar. Það er heldur ekki alltaf hægt að vera bara í þessu þunglyndi, maður nær engum árangri með því. Í guðs bænum láttu mig samt ekki líta út eins og einhvern jákvæðan vitleysing í þessu viðtali,“ bætir hún við og skellihlær. „Ég held bara að þakklætið geri það svo miklu einfaldara að lifa.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir Guðrúnu hafa skilið eftir sig djúp spor í samfélaginu og hjörtum fjölmargra. Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra birti nú fyrr í dag stuttan pistil sem hún helgar minningu Guðrúnar. Orð Katrínar ríma við orð Egils, að Guðrún hafi notið virðingar þvert á flokkspólitískar línur. „Guðrún Ögmundsdóttir var ein þeirra stjórnmálamanna sem naut virðingar þvert á flokka og átti vini í ólíkum kimum samfélagsins. Hún var ötul baráttukona fyrir mannréttindum og jafnrétti og hreif fólkið í kringum sig með sér í þeirri baráttu. Ég kynntist henni bæði á vettvangi stjórnmálanna og stjórnarráðsins og alltaf tók hún mér með hlýju og gleði af því að hún var manneskja með stórt hjarta sem sannanlega gerði heiminn betri. Hennar verður sárt saknað.“ Lífsgleði, sjarmi og jákvæðni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri minnist Guðrúnar á sinni Facebooksíðu. Segir það ótrúlega sárt að kveðja Guðrúnu. „Hún tókst á við veikindin einsog aðra baráttu með lífsgleði, sjarma, jákvæðni og smitandi bjartsýni auk þess sem húmorinn var aldrei langt undan. Og baráttukona var Gunna alltaf. Hún ruddi brautina á ótalmörgum sviðum og skildi eftir sig djúp spor í samfélaginu og hjörtum fjölmargra. Hvar sem einstaklingar eða hópar sem áttu undir högg að sækja þurftu stuðning eða rödd var Gunna mætt með eldmóð og óbilandi baráttuhug í bland við klókindi og málafylgju.“ Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ef fleiri væru eins og Guðrún væri heimurinn sannarlega betri en hann er. Dagur segir að eftir magnaðan feril Guðrúnar hafi það verið mikill fengur að fá hana aftur inn í borgarstjórnarflokk Samfylkingarinnar vorið 2018 og að sama skapi er það mikill missir að sjá á eftir henni, ekki aðeins sem stjórnmálakonu heldur ekki síður þeirri mögnuðu og sönnu manneskju sem hún var. Sjálfskipaður veislustjóri „Það urðu allir ríkari af því að kynnast Gunnu Ö. Engum hef ég kynnst sem hafði jafn mikið og djúpt innsæi í samskipti fólks og hópa. Gunna var örlát á ráð og reynslu og varð hvarvetna „límið“ í þeim félagsskap sem hún gekk til liðs við - og oftar en ekki sjálfskipaður veislustjóri - því enginn var meiri stemmningsmanneskja eða skemmtilegri á góðri stund. Mér þykir ótrúlega vænt um myndina sem ég læt fylgja frá síðustu gleðigöngu en hún var jafnframt síðasta opinbera þátttaka Gunnu sem borgarfulltrúi áður en hún fór í veikindaleyfi. Ég votta Gísla og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðrúnar Ögmundsdóttur.“ Mikill fjöldi samferðarmanna Guðrúnar minnist hennar með miklum trega. Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi er ein þeirra sem segir Guðrúnu hafa kennt sér meira en flestir. „Mér varð fljótt ljóst hversu einstök hún var og því mætti ekki líta á hana sem hefðbundna fyrirmynd. Lífið er fátækara án hennar en við verðum öll rík af góðum minningum.“ Viktoría Hermannsdóttir sjónvarpskona er önnur sem ritar. „Yndislega Gunna. Svo einstaklega hlý, góð og skemmtileg. Hún var gædd þeim eiginleika að öllum leið vel í návist hennar. Einhver mesta baráttumanneskja sem við Íslendingar höfum átt, stórkostleg manneskja sem barðist alltaf fyrir minni máttar og við sem þjóð eigum henni svo margt að þakka. Blessuð sé minning þessarar mögnuðu konu.“ Kvenskörungur og yndisdúfa Eva Einarsdóttir stjórnmálamaður lýsir Guðrúnu vel á sinni Facebooksíðu en þær kynntust þegar Eva starfaði fyrir Unicef hvar Guðrún var stjórnarformaður. „Seinna hittumst við í Hinu Húsinu af öðrum ástæðum og svo enn seinna þegar ég varð borgarfulltrúi. En jólin áður en ég tók við því hlutverki las ég einmitt sjálfsævisögu hennar sem var þá nýkomin út, sem gaf mér mikið! Og ég sagði henni það seinna. Og hvern hefði grunað að við myndum seinna sitja saman á mega trúnó yfir bjór og sígó eftir fallegt boð í Höfða fyrir kvenborgarfulltrúa frà byrjun. Sátum þarna nokkrar, frá vinstri til hægri, fyrrum borgarstjóri og allt þar á milli og fórum yfir víðan völl. Svo dýrmætt og greipt í minnið. Og svo varð hún borgarfulltrúi að nýju, þvílík fyrirmynd, ekki bara kvenskörungur heldur sönnun þess að við viljum og eigum líka að sækja í reynslu og að aldur sé engin fyrirstaða til að láta af sér kveða.“ Ef allir væru jafn góðir og skemmtilegir ... Eva segir að hún hafi áttað sig á því, síðast þegar þær hittust og hún knúsaði Guðrúnu sem kveinkaði sér hversu líkaminn hafi verið orðinn viðkvæmur og hún þá skilið alvöru málsins. „Síðustu vikur minnti hún mann á svo margt og þetta með að þora kom mikið upp. Fer með það sem leiðarljós inn í nýtt ár. Ætla að þora. Takk elsku Gunna yndisdúfa!“ Og Logi Einarsson formaður Samfylkingar segir: „Ég minnist elsku Gunnu með hlýhug og þakklæti. Ef allir væru jafn góðir og skemmtilegir og þessi yndislega kona var, væri heimurinn sannarlega betri.“ Fjöldi annarra minnist Guðrúnar á Facebook og má hér fyrir neðan sjá nokkur dæmi um minningarorð um hana.
Alþingi Andlát Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira