Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. janúar 2020 19:45 Talið er að kópurinn sé af tegundinni Hringanóri. Hann er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að hún hafi í morgun fundið kóp í umdæminu. Móðirin hafi hvergi verið sjáanleg og því hafi samband verið haft við Húsdýragarðinn. Kópurinn var fluttur í garðinn og kom þangað síðdegis í dag. „Þessi kópur var nú bara að koma í hús og virtist nú vera aðframkominn, líklegast er þetta hringanóri, “ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón Kópurinn er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Hann var aumur þegar hann kom, blautur og kaldur,“ segir Þorkell. Viðbrögð við færslu lögreglunnar voru misjöfn. Margir sögðu að ekki hafi verið rétt hjá lögreglunni að taka kópinn í burtu, móðir hans gæti hafa verið í grenndinni. Þessar raddir virðast þó hafa talið að um væri að ræða útsel en algengt er að mæður af þeirri tegund skilji þá eftir um stund á meðan þær fara að veiða. Þorkell segist vera nokkuð viss um að um ræði hringanóra en hringanóri er algengur flækingur við Íslands, sérlega á Norðurlandi. „Landselir sem er algengasti selurinn hérna þeir kæpa á vorin og sumrin og útselurinn á haustin,“ segir Þorkell. Hlúð verði að kópnum í dýragarðinum og svo metið hvert framhaldið verður. „Svo er náttúrulega markmiðið að koma honum sem fyrst aftur út í sjó,“ segir Þorkell. Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að hún hafi í morgun fundið kóp í umdæminu. Móðirin hafi hvergi verið sjáanleg og því hafi samband verið haft við Húsdýragarðinn. Kópurinn var fluttur í garðinn og kom þangað síðdegis í dag. „Þessi kópur var nú bara að koma í hús og virtist nú vera aðframkominn, líklegast er þetta hringanóri, “ segir Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón Kópurinn er tæp átta kíló og um 60 sentímetrar. „Hann var aumur þegar hann kom, blautur og kaldur,“ segir Þorkell. Viðbrögð við færslu lögreglunnar voru misjöfn. Margir sögðu að ekki hafi verið rétt hjá lögreglunni að taka kópinn í burtu, móðir hans gæti hafa verið í grenndinni. Þessar raddir virðast þó hafa talið að um væri að ræða útsel en algengt er að mæður af þeirri tegund skilji þá eftir um stund á meðan þær fara að veiða. Þorkell segist vera nokkuð viss um að um ræði hringanóra en hringanóri er algengur flækingur við Íslands, sérlega á Norðurlandi. „Landselir sem er algengasti selurinn hérna þeir kæpa á vorin og sumrin og útselurinn á haustin,“ segir Þorkell. Hlúð verði að kópnum í dýragarðinum og svo metið hvert framhaldið verður. „Svo er náttúrulega markmiðið að koma honum sem fyrst aftur út í sjó,“ segir Þorkell.
Dýr Reykjanesbær Tengdar fréttir Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51