Conor McGregor ætlar að minna alla á það að hann „bjó til“ þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 10:00 Þegar Conor McGregor er kominn með hljóðnemann þá er alltaf von á einhverju athyglisverðu. Getty/Jeff Bottari Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók. MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira
Conor McGregor mætir aftur í búrið á sunnudagskvöldið þegar hann berst við Donald Cerrone í Las Vegas. Í gær mætti kappinn á blaðamannafund þar sem hann auðvitað sparaði ekki yfirlýsingar sínar. Þetta er fyrsti bardagi Conor McGregor í fimmtán mánuði en hann hefur ekki barist í búrinu í blönduðum bardagaíþróttum síðan að hann tapaði á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov árið 2018. Það hefur verið meira að frétta af Conor McGregor utan búrsins en innan þess síðan þá en hann var dæmdur fyrir líkamsárás í nóvember á síðasta ári. The @TheNotoriousMMA and @Cowboycerrone came face to face for the first time ahead of #UFC246 Watch the full press conference on @BBCiplayer here https://t.co/5cfZc2JwLRpic.twitter.com/9d2SabtZ4s— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Ég er á góðum stað og tilbúinn að berjast,“ sagði hinn 31 árs gamli Conor McGregor á blaðamannafundinum í gær. „Stundum þurfum við að fara á ákveðna staði í okkar lífi til að átta okkur hvað við þurfum að gera. Ég er búinn að snúa við blaðinu. Mér líður aftur eins og ungum manni, ég er fullur af orku og ferskur,“ sagði Conor McGregor. „Ég er ennþá ástríðufullur ungur maður sem er enn að teygja sig upp í stjörnurnar og reyna að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Það er enginn sem getur snert mig. Ég gerði þessa íþrótt að því sem hún er í dag,“ sagði Conor og bætti við: „Ég ætla því að minna alla á það í þessum bardaga.,“ sagði McGregor. En hvað með mótherjann hinn 36 ára gamla Bandaríkjamann Donald Cerrone. "He has my respect and although there will be blood spilled on 18 January, it will not be bad blood." Conor McGregor was on good form at his #UFC246 press conference with Donald Cerrone. Watch the full thing on @BBCiPlayer https://t.co/5cfZc2JwLR#bbcufcpic.twitter.com/MvPiM04IrB— BBC Sport (@BBCSport) January 16, 2020 „Hann hefur mína virðingu en honum mun líka blæða átjánda janúar þó að það verði engin óvinátta á milli okkar (bad blood). Þegar kemur að spánni frá „Mystic Mac“ þá endar bardaginn á rothöggi,“ sagði McGregor og auðvitað farinn að tala um sig í þriðju persónu. McGregor segist líka geta lesið andstæðinginn sinn eins og barnabók.
MMA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira