Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal þeirra sem funduðu í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/vilhelm Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira