Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 19:48 Sigvaldi Guðjónsson og Viggó Kristjánsson voru flottir á hægri vængnum í kvöld. Sigvaldi frábær allan tímann og Viggó með geggjaða innkomu í lokin. Mynd/HSÍ - Handknattleikssamband Íslands Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Lokatölur urðu 34-23 íslenska liðinu í vil. Byrjun íslenska liðsins hefur komið skemmtilega á óvart en það sem stendur upp úr er að hér á ferðinni lið sem er tilbúið að koma Íslandi aftur í hóp bestu þjóða heimsins. Vörn íslenska liðsins var frábær, margir voru að skila sinu í sóknarleiknum og báðir markverðir liðsins stóðu sig vel. Annan leikinn í röð var allt íslenska liðið að spila mjög vel og sjálfstraustið er í botni hjá íslensku strákunum. Alexander Petersson átti annan heimsklassa leik í röð og fékk fullt hús eins og Sigvaldi Guðjónsson sem kom inn í hægra hornið. Hægri vængurinn var frábær því nýliðinn Viggó Kristjánsson átti einnig frábæra innkomu. Það fá líka sjö leikmenn fimmu enda var eiginlega sama hvar niður er komið. Íslenska liðið sleit barnsskónum sínum í fyrra en Guðmundur er nú búinn að koma því til manna. Guðmundur hefur fengið fullt hús fyrir tvo fyrstu leikina á mótinu sem hann hefur lagt fullkomlega upp. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Rússlandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (13 varin skot - 44:54 mín.) Björgvin Páll lék sinn besta landsleik í langan tíma. Var rólegur, yfirvegaður og missti aldrei hausinn. Þetta var markvarsla með filter.Bjarki Már Elísson, vinstra horn, vinstra horn - 5 (6 mörk - 58:25 mín.) Hefur undirstrikað að hann er með betri hornamönnum Evrópu um þessar mundir. Það er ekki einfalt mál að taka við af fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni og gleymum því ekki að Bjarki á meira inni.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (0 mörk - 43:40 mín.) Aron var í strangri gæslu allan tímann enda rússneska vörnin gegn honum afar öflug á löngum köflum. Hann náði ekki að skora í leiknum en spilaði félaga sína trekk í trekk uppi með glæsilegum sendingum. Gleymum ekki að hann fékk líka nauðsynlega hvíld í leiknum. Var frábær varnarlega.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 38:17 mín.) Elvar Örn var einfaldlega ekki nægilega góður sóknarlega og virtist þrúgaður af spennu. Hann var á köflum ekki með á nótunum í sókninni. Hann skilar sínu aftur á móti varnarlega en það þarf mikla orku og styrk í þá vörn sem Ísland er að spila.Alexander Petersson, hægri skytta - 6 (6 mörk - 42:39 mín.) Bara af eins og gull af eir á báðum endum vallarins. Hefur gefið íslenska liðinu hreint ótrúlegan styrk á þessu móti. Alexander er auðvitað tröll að burðum og erfitt að eiga við hann. Það er ekki þægilegt að mæta honum í íslensku vörninni.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 6 (6 mörk - 55:31 mín.) Sigvaldi er einfaldlega heimsklassa leikmaður. Hæfileikarnir hreinlega leka af honum. Hann hefur yfirburðar skottækni og engan skal undra að á næstu leiktíð leiki hann með einu besta liði heims. Hrikalegur styrkur fyrir íslenska liðið.Kári Kristjánsson, lína - 4 (2 mörk - 19:58 mín.) Kári byrjaði leikinn vel og skilaði tveimur góðum mörkum. Í framhaldinu náðu Rússar að loka á þennan íturvaxna leikmann frá Vestmannaeyjum sem er gulls ígildi fyrir sóknarleik íslenska liðsins.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (3 stopp - 38:16 mín.) Enn og aftur átti Ýmir stórleik í íslensku vörninni. Fótavinnan og hvernig hann les leikinn er í raun magnað dæmi. Hann smellpassar í þá vörn sem landsliðsþjálfarinn hefur lagt upp með.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 21:26 mín.) Janus Daði lék sinn langbesta landsleik. Þetta er líklega sá Janus sem handboltaunnendur þekkja. Hann var feikilega öruggur í öllu sem hann gerði. Skoraði mikilvæg mörk og númer eitt, tvö og þrjú, spilaði hann frábærlega fyrir liðið.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (7 varin skot - 9:55 mín.) Þessi ungi markvörður kom inn af bekknum og sýndi að þar fer eitt mesta efni markvarða í Evrópu. Með meiri reynslu og fleiri leikjum mun hann án nokkurs vafa geta skipað sér á bekk meðal fremstu markvarða Evrópu í framtíðinni.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (4 mörk - 19:19 mín.) Handboltanördar voru sammála vali Guðmundar á Viggó Kristjánssyni í íslenska liðið á þessu móti. Það voru hins vegar margir sem fúlsuðu við því en Viggó, takk fyrir, þú sýndir ótrúlegan styrk og karakter og átt sannarlega heima í íslenska liðinu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 4:47 mín.) Spilaði ekki mikið í leiknum en var öruggur á vítalínunni sem fyrr. Klikkaði reyndar einu sinni en skilaði frákastinu í markið. Hvíldin gerði honum gott og hann mætir sterkur til leiks gegn Ungverjum.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (0 mörk - 13:13 mín.) Fékk lítið að spreyta sig í sóknarleiknum en sem fyrr er varnarleikurinn hans aðall eins og staðan er í dag. Ólafur getur á góðum degi styrkt okkur sóknarlega en þar þurfum við á honum að halda í næstu leikjum.Haukur Þrastarson, vinstri skytta - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði of lítiðGuðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Þegar Guðmundur tók við íslenska landsliðinu sagði hann að það myndi taka hann þrjú ár að búa til samkeppnishæft lið. Fagmennskan er augljós og sést langar leiðir. Hann spilar á styrkleikum liðsins, bæði í vörn og sókn. Hann bregst við á hárréttum tímum þegar illa gengur. Stóra prófið hjá honum er alltaf næsti leikur. Gullmoli fyrir íslenskan handbolta.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Lokatölur urðu 34-23 íslenska liðinu í vil. Byrjun íslenska liðsins hefur komið skemmtilega á óvart en það sem stendur upp úr er að hér á ferðinni lið sem er tilbúið að koma Íslandi aftur í hóp bestu þjóða heimsins. Vörn íslenska liðsins var frábær, margir voru að skila sinu í sóknarleiknum og báðir markverðir liðsins stóðu sig vel. Annan leikinn í röð var allt íslenska liðið að spila mjög vel og sjálfstraustið er í botni hjá íslensku strákunum. Alexander Petersson átti annan heimsklassa leik í röð og fékk fullt hús eins og Sigvaldi Guðjónsson sem kom inn í hægra hornið. Hægri vængurinn var frábær því nýliðinn Viggó Kristjánsson átti einnig frábæra innkomu. Það fá líka sjö leikmenn fimmu enda var eiginlega sama hvar niður er komið. Íslenska liðið sleit barnsskónum sínum í fyrra en Guðmundur er nú búinn að koma því til manna. Guðmundur hefur fengið fullt hús fyrir tvo fyrstu leikina á mótinu sem hann hefur lagt fullkomlega upp. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Rússlandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 5 (13 varin skot - 44:54 mín.) Björgvin Páll lék sinn besta landsleik í langan tíma. Var rólegur, yfirvegaður og missti aldrei hausinn. Þetta var markvarsla með filter.Bjarki Már Elísson, vinstra horn, vinstra horn - 5 (6 mörk - 58:25 mín.) Hefur undirstrikað að hann er með betri hornamönnum Evrópu um þessar mundir. Það er ekki einfalt mál að taka við af fyrirliðanum Guðjóni Val Sigurðssyni og gleymum því ekki að Bjarki á meira inni.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 5 (0 mörk - 43:40 mín.) Aron var í strangri gæslu allan tímann enda rússneska vörnin gegn honum afar öflug á löngum köflum. Hann náði ekki að skora í leiknum en spilaði félaga sína trekk í trekk uppi með glæsilegum sendingum. Gleymum ekki að hann fékk líka nauðsynlega hvíld í leiknum. Var frábær varnarlega.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 38:17 mín.) Elvar Örn var einfaldlega ekki nægilega góður sóknarlega og virtist þrúgaður af spennu. Hann var á köflum ekki með á nótunum í sókninni. Hann skilar sínu aftur á móti varnarlega en það þarf mikla orku og styrk í þá vörn sem Ísland er að spila.Alexander Petersson, hægri skytta - 6 (6 mörk - 42:39 mín.) Bara af eins og gull af eir á báðum endum vallarins. Hefur gefið íslenska liðinu hreint ótrúlegan styrk á þessu móti. Alexander er auðvitað tröll að burðum og erfitt að eiga við hann. Það er ekki þægilegt að mæta honum í íslensku vörninni.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 6 (6 mörk - 55:31 mín.) Sigvaldi er einfaldlega heimsklassa leikmaður. Hæfileikarnir hreinlega leka af honum. Hann hefur yfirburðar skottækni og engan skal undra að á næstu leiktíð leiki hann með einu besta liði heims. Hrikalegur styrkur fyrir íslenska liðið.Kári Kristjánsson, lína - 4 (2 mörk - 19:58 mín.) Kári byrjaði leikinn vel og skilaði tveimur góðum mörkum. Í framhaldinu náðu Rússar að loka á þennan íturvaxna leikmann frá Vestmannaeyjum sem er gulls ígildi fyrir sóknarleik íslenska liðsins.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 5 (3 stopp - 38:16 mín.) Enn og aftur átti Ýmir stórleik í íslensku vörninni. Fótavinnan og hvernig hann les leikinn er í raun magnað dæmi. Hann smellpassar í þá vörn sem landsliðsþjálfarinn hefur lagt upp með.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 5 (4 mörk - 21:26 mín.) Janus Daði lék sinn langbesta landsleik. Þetta er líklega sá Janus sem handboltaunnendur þekkja. Hann var feikilega öruggur í öllu sem hann gerði. Skoraði mikilvæg mörk og númer eitt, tvö og þrjú, spilaði hann frábærlega fyrir liðið.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (7 varin skot - 9:55 mín.) Þessi ungi markvörður kom inn af bekknum og sýndi að þar fer eitt mesta efni markvarða í Evrópu. Með meiri reynslu og fleiri leikjum mun hann án nokkurs vafa geta skipað sér á bekk meðal fremstu markvarða Evrópu í framtíðinni.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (4 mörk - 19:19 mín.) Handboltanördar voru sammála vali Guðmundar á Viggó Kristjánssyni í íslenska liðið á þessu móti. Það voru hins vegar margir sem fúlsuðu við því en Viggó, takk fyrir, þú sýndir ótrúlegan styrk og karakter og átt sannarlega heima í íslenska liðinu.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 4:47 mín.) Spilaði ekki mikið í leiknum en var öruggur á vítalínunni sem fyrr. Klikkaði reyndar einu sinni en skilaði frákastinu í markið. Hvíldin gerði honum gott og hann mætir sterkur til leiks gegn Ungverjum.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 4 (0 mörk - 13:13 mín.) Fékk lítið að spreyta sig í sóknarleiknum en sem fyrr er varnarleikurinn hans aðall eins og staðan er í dag. Ólafur getur á góðum degi styrkt okkur sóknarlega en þar þurfum við á honum að halda í næstu leikjum.Haukur Þrastarson, vinstri skytta - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði of lítiðGuðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Þegar Guðmundur tók við íslenska landsliðinu sagði hann að það myndi taka hann þrjú ár að búa til samkeppnishæft lið. Fagmennskan er augljós og sést langar leiðir. Hann spilar á styrkleikum liðsins, bæði í vörn og sókn. Hann bregst við á hárréttum tímum þegar illa gengur. Stóra prófið hjá honum er alltaf næsti leikur. Gullmoli fyrir íslenskan handbolta.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44