Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 13. janúar 2020 21:00 Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. Samsett/Saga Sig-Benjamin Hardman „Það eru rúmlega 10 ár síðan ég byrjaði að vinna með hugmyndina að ilmum, þá í gegnum seríu af myndlistarsýningum. Ég tók ilminn og ilmskyn fyrir sem viðfangsefni sem myndlistarmaður á mjög „abstract“ máta til að byrja með, á þeim tímapunkti var ég ekki að hugsa um ilmframleiðslu eða neitt slíkt heldur einungis „conceptual“ segir íslenska listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack um það hvernig ilmævintýrið byrjaði. Ilmirnir hennar eru seldir í 22 löndum í dag og hún er komin með yfir 80.000 fylgjendur á Instagram. „Mér var boðið að sýna á Listahátíð 2008 þá nýútskrifuð úr LHÍ og hafði andrými til þess að vinna þessa sýningu út frá viðfangsefni sem ég tengdi við. Ég man að ég eyddi viku tölvulaus, hún var í viðgerð minnir mig og fór þá að skrifa niður hugmyndir, mig langaði að vinna með tísku og fegurð en ég er með bakgrunn þaðan eftir að hafa verið búsett í London, flutti þangað tvítug og vann í þeim bransa áður en ég fór í myndlistarnám. Hugmyndin var að sameina myndlistina og fegurð/tísku sem á þeim tíma var frekar tabú, en í dag er út um allt. Ilmheimurinn heillaði mig sem myndlistarmaður af því að hann er fylltur tilfinningum og kafar dýpra inn á tilfinningar fólks. Þannig þróaðist fyrsti ilmurinn SMART sem var frumsýndur 2009, með aðstoð ilmvatnsgerðamanna í Grasse í Frakklandi sem unnu þennan „experimental“ ilm út frá sýningunni sjálfri, teikningum, skissum og rýminu, þessu kalda hvíta gallerí rými.“ SMART eða Smell Art var fyrsti ilmurinn frá Andreu Maack en hann var unnin fyrir Listahátíð 2009. „Á sýningunni setti ég upp einskonar ilmvatns-stúdíó og var með gjörning á opnuninni þar sem ég lék búðarstelpuna sem spreyjar á alla sem koma inn. Það kannast væntanlega flestir við þetta úr verslunum erlendis og fríhöfnum. Þetta var einskonar ádeila á hvað ilmheimurinn er að segja við kúnnann. Ég tók einnig eina af teikningum mínum sem voru innblásturinn á bak við ilminn, stækkaði upp, klippti niður í ilmvatnsprufur á pappír og setti upp á vegg, þar sem gestir sýningarinnar fengu að taka með sér minjagrip, teikningu með ilminum á, og þannig hvarf hún líka yfir sýningartímann.“ View this post on Instagram A post shared by ANDREA MAACK (@andreamaack) on Dec 10, 2019 at 6:44am PST Mynd/Saga Sig Átti ekki að fara í sölu Andrea segir að hún hafi búið til ANDREA MAACK lógóið án þess að pæla of mikið í því. „Mér fannst nafnið mitt bara líta út fyrir að vera vörumerki, enda var planið á þessum tíma að nota það bara fyrir þessa einu sýningu og ilmurinn var ekki til sölu. Það þróaðist síðan þannig að mikið var verið að spyrja hvort ég ætlaði ekki að selja ilminn, sem sýnir mér að fólk var tilbúið fyrir eitthvað nýtt og einstakt á þessum tíma. Síðan hefur þetta þróast hægt og þétt út í alþjóðlegt vörumerki sem er selt í yfir 22 löndum í dag.“ Það er mjög misjafnt hvar Andrea fær innblástur þegar hún þróar og hannar nýja ilmi.„Það er mjög misjafnt, þetta er örugglega ekkert ólíkt ferli og þegar fatahönnuður er að vinna nýja línu, þú færð allt í einu hugmynd sem gæti komið hvaðan sem er og síðan fer ég að pæla í hvort hugmyndin geti orðið að ilm. Til að byrja með vann ég meira abstakt úr frá verkum eftir sjálfa mig sem ég sendi á ilmvatnsgerðarmenn. En eftir að hafa verið að hringsnúast í þessum heimi svona lengi, hef ég fengið aðgang að topp-ilmhúsunum sem ég vinn með í París. Ég heimsæki þau, fæ að lykta af nýjum nótum sem þau eru að þróa og er meira „hands-on“ við gerð ilmanna. Það skiptir mig máli að ilmirnir sem ég set á markaðinn segi mína sögu, en líka að sá sem gengur með ilminn skapi sína eigin. Hann getur fengið upplýsingar um hvaðan hugmyndin kom, eða getur tekið upp flöskuna lyktað og ekkert pælt í hvaðan hugmyndin kemur heldur einfaldlega hugsað, tengi ég við þennan ilm eða ekki?“ Mynd/Saga Sig Unnir út frá tilfinningum Andrea á erfitt með að velja sinn uppáhalds ilm svo hún nefnir tvo, auk ilms sem enn er ekki kominn í framleiðslu. „Sem ilmvatn þá eru Soft Tension og Cornucopia í uppáhaldi hjá mér núna, en sem lykt almennt finnst mér sölt sjávarlykt best, er búin að vera að reyna að þróa þannig ilm í 10 ár, gert fullt af útgáfum en enga ennþá sem ég er tilbúin að setja á markað. Ætli það verði ekki eilífðarverkefnið mitt, ópusinn sem kemur í lokin.“ Það sem einkennir alla ilmina hennar Andreu er að þeir eru mjög persónulegir. „Þeir eru allir unnir út frá mínum tilfinningum, ekki eftir markaðsplani eða fyrir einhvern sérstakan kúnna-hóp, sem ég held að geri þá tilfinningameiri en hinn dæmigerði „mass-market“ ilmur. Ilmirnir hafa þau áhrif að fólk er yfirleitt annað hvort mjög hrifið og tengir strax eða alls ekki til dæmis með COVEN sem er einn vinsælasti ilmurinn fær yfirleitt gjörólík viðbrögð. Annaðhvort „Vá ég mun aldrei ganga með annan ilm, ég er kominn inn í ævintýraheim” eða “Af hverju varstu að gera ilm sem lyktar eins og kartöflugarður?” Það er rosalega persónulegt hvernig hver og einn upplifir ilm og það er það sem gerir mína vinnu skemmtilega og áhugaverða. Ég er ekki í þessu til þess að gera alla ánægða heldur til að búa til bókasafn af ilmum sem þú getur lesið í gegn um, skoðað og kafað dýpra í, jafnvel þó að þetta sé munaðarvara.“ Sumir ilmir vekja upp losta og hrifningaráhrif hjá fólki. Af öllum ilmunum telur Andrea að DARK sé lostafyllstur. „Það gæti hljómað mjög sjúkt en með DARK var ég að vinna með hugmyndir um fegurð, tísku, útlitsdýrkun og dauða þar sem ég leit meðal annars til ungversku greifynjunnar og fjöldamorðingjans Elísabetar Báthory en einnig nöfnu hennar, keisaraynjunar Elísabetar af Austurríki en sú síðarnefnda varði oftsinnis mörgum klukkustundum í rósabaði. Úr krafsinu kom seiðandi ilmur, með keim af leðri og rósum, ótrúlega kynþokkafullt.“ Mynd/Saga Sig Pör nota sömu ilmina Andreu finnst mjög gaman að ráðleggja fólki og ferðast mikið í verslanirnar sem hún selur í alþjóðlega til að tala við kúnnana. „Ég er orðin frekar góð í að lesa strax inn á hvaða ilma úr línunni fólk gæti tengt best við, byrja á því að spjalla aðeins við þau, kynnast þeim eins vel og ég get á fimm mínútum, og vel þá tvo ilmi fyrir kúnnann til að prófa, eitt sprey á hægri og eitt á vinstri hönd. Sendi svo fólk út úr búðinni til að labba einn hring, leyfa toppnótunum að gufa upp og verða að ilminum sem mun síðan vera á húðinni í 12 til 14 klukkustundir. Þannig fær kúnninn góða yfirsýn yfir hvernig ilmurinn mun raunverulega vera á þeirra húð, það þýðir ekkert að prófa hann á blaði, það eru allir með ólíka húð.“ Hún segir að það sé mun algengara í dag en fyrir tíu árum að fólk noti ilm til að tjá sinn persónuleika og stíl. „Þá var reglan þú ert með þinn „signature“ ilm og mátt ekki nota annan, þá heyrði endalaust „Ég er búin að nota þennan ilm síðan ég var 15 ára og bara get ekki breytt, þetta er minn ilmur. Þá hugsaði ég, er ekki einmitt þá tími kominn til að breyta. Með ilmbyltingunni síðustu ár og verslunum hér heima eins og Madison Ilmhús sem bjóða upp á hágæða ilmi úr miklu betri ilmolíum eins og ANDREA MAACK, þá hefur þetta algerlega breyst. Fólk er að kaupa marga ilmi, blanda saman, láta þá passa við föt, förðun og svo framvegis. Pör eru farin að nota sömu ilmina og eftir að hafa farið í betri gæði þá er erfitt að snúa til baka, alveg eins og við sjáum í tísku þar sem kúnninn er að kaupa færri betri flíkur.“ Mynd/Saga Sig Dökkt og drungalegt Andrea gerði nýjan ilm á dögunum fyrir tískuvöruverslunina ENTRANCE í Bucharesten. „Þau báðu mig um að gera ilm fyrir 10 ára afmæli búðarinnar. Við erum oft beðin um að gera samstarfsverkefni en það verður að vera eitthvað alveg spes til að ég láti vaða að vinna fyrir kúnna ekki bara búa til nýjan ilm í mína línu. Svipað og með sólgleraugna fyrirtækið SO.YA sem ég vann með síðast erum við Entrance mjög svipað hugsandi varðandi fagurfræði, og almenna nálgun á merkjunum þó að þau sér verslun og við ilmvatnsmerki og ég finn mikla tengingu við Austur-Evrópu í stíl og hvernig þau hugsa um hönnun og framleiðslu. Það er líka eitthvað dökkt og drungalegt við bæði svæðin, Ísland og Rúmeníu. „Mystic vampírur vs. huldufólk.“ Ilmurinn verður í alveg nýjum pakkningum sem við erum að þróa þessa daganna og minni ferðaútgáfu sem við reiknum með að komi á markaðinn 2020.“ Í vetur vann Andrea áhugaverðan myndaþátt sem túlkar hvern ilm fyrir sig, með ljósmyndaranum Sögu Sig. „Þetta er verkefni sem var búið að blunda í mér í langan tíma, hvernig túlkar þú ilm í myndefni? Mig langaði að vinna með módeli og er svo heppin að eiga frænku, Svölu Maack, sem bæði líkist mér og mér fannst fullkomin sem andlit nýrrar kynslóðar sem er að nota betri ilmvötn. Hún hefur til dæmis alltaf notað SMART. Ég fékk vel valið lið með mér í þetta Saga Sig myndaði, Anna Clausen sá um stíliseringu og Alexander Sigfússon sá um förðun. Hugmyndin var að vinna með tísku-herferð og setja inn í ilmheiminn, sem er alltaf frekar tær og náttúrulegur og gera lúkkið meira „futuristic og edgy“, að þú finnir ilminn án þess að geta lyktað af honum.“ Mynd/Saga Sig Við fengum Andreu til að útskýra hugmyndina á bak við þrjú vinsæl ilmvötn: Cornucopia:„Þessi ilmur var í vinnslu í langan tíma, mig langaði að gera ilm fyrir ilm-nördinn, setja allt sem ég gat hugsað mér í ilmnótum, eins mikið „gourmet“ og ég gat í einn ilm. Þetta er einskonar haustuppskera og snýst ilmurinn að þessu sinni að mestu leyti um efniviðinn, Gnægtarhornið. Við erum með ávexti eins og sæta fíkju, græmeti í villtu sellerí og svo kryddið í Cumin. Þessi er algjörlega „love it or hate it,“ sem er mitt uppáhald, og í þetta skiptið vann ég með sama „nefi“ og bjó til COVEN, sem er okkar lang vinsælasti ilmur í dag.“ Mynd/Saga Sig Smart:„Smart átti 10 ára afmæli um daginn og hefur alltaf átt sérstakan stað hjá mér þar sem hann var fyrstur. Það er ákveðin áskorun að gera kvenlegan ilm sem er ekki of kvenlegur eða sætur og Smart dansar þarna á línunni. Hann á mjög tryggan aðdáendahóp og þegar við skiptum um pakkningar 2016, var hann uppseldur í nokkra mánuði og fékk ég að finna fyrir því hjá Smart aðdáendum sem geta ekki hugsað sér að vera án hans. Smart blandar saman vanillu, sem ég er vanalega ekki mjög hrifin af, en gerður meira „edgy“ með leður nótu í miðjunni sem gefur honum þennan „cool balance.““Birch:„Þetta er ilmur sem hefur mjög persónulega tengingu fyrir mig en hann er byggður á fjölskyldubústað í Grímsnesinu sem afi minn byggði og ég eyddi sumrum mínum á sem barn. Hann á að túlka birkitrén í kringum bústaðinn í léttri vorrigningu, ferskur vor ilmur. Það var mikið verkefni að ná þessum sérstaka fíling sem ég upplifði sem barn en það má túlka hann á margan hátt og erlendis hefur hann meðal annars verið kallaður útilegu-ilmurinn. Rúmfræði Tíska og hönnun Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Það eru rúmlega 10 ár síðan ég byrjaði að vinna með hugmyndina að ilmum, þá í gegnum seríu af myndlistarsýningum. Ég tók ilminn og ilmskyn fyrir sem viðfangsefni sem myndlistarmaður á mjög „abstract“ máta til að byrja með, á þeim tímapunkti var ég ekki að hugsa um ilmframleiðslu eða neitt slíkt heldur einungis „conceptual“ segir íslenska listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack um það hvernig ilmævintýrið byrjaði. Ilmirnir hennar eru seldir í 22 löndum í dag og hún er komin með yfir 80.000 fylgjendur á Instagram. „Mér var boðið að sýna á Listahátíð 2008 þá nýútskrifuð úr LHÍ og hafði andrými til þess að vinna þessa sýningu út frá viðfangsefni sem ég tengdi við. Ég man að ég eyddi viku tölvulaus, hún var í viðgerð minnir mig og fór þá að skrifa niður hugmyndir, mig langaði að vinna með tísku og fegurð en ég er með bakgrunn þaðan eftir að hafa verið búsett í London, flutti þangað tvítug og vann í þeim bransa áður en ég fór í myndlistarnám. Hugmyndin var að sameina myndlistina og fegurð/tísku sem á þeim tíma var frekar tabú, en í dag er út um allt. Ilmheimurinn heillaði mig sem myndlistarmaður af því að hann er fylltur tilfinningum og kafar dýpra inn á tilfinningar fólks. Þannig þróaðist fyrsti ilmurinn SMART sem var frumsýndur 2009, með aðstoð ilmvatnsgerðamanna í Grasse í Frakklandi sem unnu þennan „experimental“ ilm út frá sýningunni sjálfri, teikningum, skissum og rýminu, þessu kalda hvíta gallerí rými.“ SMART eða Smell Art var fyrsti ilmurinn frá Andreu Maack en hann var unnin fyrir Listahátíð 2009. „Á sýningunni setti ég upp einskonar ilmvatns-stúdíó og var með gjörning á opnuninni þar sem ég lék búðarstelpuna sem spreyjar á alla sem koma inn. Það kannast væntanlega flestir við þetta úr verslunum erlendis og fríhöfnum. Þetta var einskonar ádeila á hvað ilmheimurinn er að segja við kúnnann. Ég tók einnig eina af teikningum mínum sem voru innblásturinn á bak við ilminn, stækkaði upp, klippti niður í ilmvatnsprufur á pappír og setti upp á vegg, þar sem gestir sýningarinnar fengu að taka með sér minjagrip, teikningu með ilminum á, og þannig hvarf hún líka yfir sýningartímann.“ View this post on Instagram A post shared by ANDREA MAACK (@andreamaack) on Dec 10, 2019 at 6:44am PST Mynd/Saga Sig Átti ekki að fara í sölu Andrea segir að hún hafi búið til ANDREA MAACK lógóið án þess að pæla of mikið í því. „Mér fannst nafnið mitt bara líta út fyrir að vera vörumerki, enda var planið á þessum tíma að nota það bara fyrir þessa einu sýningu og ilmurinn var ekki til sölu. Það þróaðist síðan þannig að mikið var verið að spyrja hvort ég ætlaði ekki að selja ilminn, sem sýnir mér að fólk var tilbúið fyrir eitthvað nýtt og einstakt á þessum tíma. Síðan hefur þetta þróast hægt og þétt út í alþjóðlegt vörumerki sem er selt í yfir 22 löndum í dag.“ Það er mjög misjafnt hvar Andrea fær innblástur þegar hún þróar og hannar nýja ilmi.„Það er mjög misjafnt, þetta er örugglega ekkert ólíkt ferli og þegar fatahönnuður er að vinna nýja línu, þú færð allt í einu hugmynd sem gæti komið hvaðan sem er og síðan fer ég að pæla í hvort hugmyndin geti orðið að ilm. Til að byrja með vann ég meira abstakt úr frá verkum eftir sjálfa mig sem ég sendi á ilmvatnsgerðarmenn. En eftir að hafa verið að hringsnúast í þessum heimi svona lengi, hef ég fengið aðgang að topp-ilmhúsunum sem ég vinn með í París. Ég heimsæki þau, fæ að lykta af nýjum nótum sem þau eru að þróa og er meira „hands-on“ við gerð ilmanna. Það skiptir mig máli að ilmirnir sem ég set á markaðinn segi mína sögu, en líka að sá sem gengur með ilminn skapi sína eigin. Hann getur fengið upplýsingar um hvaðan hugmyndin kom, eða getur tekið upp flöskuna lyktað og ekkert pælt í hvaðan hugmyndin kemur heldur einfaldlega hugsað, tengi ég við þennan ilm eða ekki?“ Mynd/Saga Sig Unnir út frá tilfinningum Andrea á erfitt með að velja sinn uppáhalds ilm svo hún nefnir tvo, auk ilms sem enn er ekki kominn í framleiðslu. „Sem ilmvatn þá eru Soft Tension og Cornucopia í uppáhaldi hjá mér núna, en sem lykt almennt finnst mér sölt sjávarlykt best, er búin að vera að reyna að þróa þannig ilm í 10 ár, gert fullt af útgáfum en enga ennþá sem ég er tilbúin að setja á markað. Ætli það verði ekki eilífðarverkefnið mitt, ópusinn sem kemur í lokin.“ Það sem einkennir alla ilmina hennar Andreu er að þeir eru mjög persónulegir. „Þeir eru allir unnir út frá mínum tilfinningum, ekki eftir markaðsplani eða fyrir einhvern sérstakan kúnna-hóp, sem ég held að geri þá tilfinningameiri en hinn dæmigerði „mass-market“ ilmur. Ilmirnir hafa þau áhrif að fólk er yfirleitt annað hvort mjög hrifið og tengir strax eða alls ekki til dæmis með COVEN sem er einn vinsælasti ilmurinn fær yfirleitt gjörólík viðbrögð. Annaðhvort „Vá ég mun aldrei ganga með annan ilm, ég er kominn inn í ævintýraheim” eða “Af hverju varstu að gera ilm sem lyktar eins og kartöflugarður?” Það er rosalega persónulegt hvernig hver og einn upplifir ilm og það er það sem gerir mína vinnu skemmtilega og áhugaverða. Ég er ekki í þessu til þess að gera alla ánægða heldur til að búa til bókasafn af ilmum sem þú getur lesið í gegn um, skoðað og kafað dýpra í, jafnvel þó að þetta sé munaðarvara.“ Sumir ilmir vekja upp losta og hrifningaráhrif hjá fólki. Af öllum ilmunum telur Andrea að DARK sé lostafyllstur. „Það gæti hljómað mjög sjúkt en með DARK var ég að vinna með hugmyndir um fegurð, tísku, útlitsdýrkun og dauða þar sem ég leit meðal annars til ungversku greifynjunnar og fjöldamorðingjans Elísabetar Báthory en einnig nöfnu hennar, keisaraynjunar Elísabetar af Austurríki en sú síðarnefnda varði oftsinnis mörgum klukkustundum í rósabaði. Úr krafsinu kom seiðandi ilmur, með keim af leðri og rósum, ótrúlega kynþokkafullt.“ Mynd/Saga Sig Pör nota sömu ilmina Andreu finnst mjög gaman að ráðleggja fólki og ferðast mikið í verslanirnar sem hún selur í alþjóðlega til að tala við kúnnana. „Ég er orðin frekar góð í að lesa strax inn á hvaða ilma úr línunni fólk gæti tengt best við, byrja á því að spjalla aðeins við þau, kynnast þeim eins vel og ég get á fimm mínútum, og vel þá tvo ilmi fyrir kúnnann til að prófa, eitt sprey á hægri og eitt á vinstri hönd. Sendi svo fólk út úr búðinni til að labba einn hring, leyfa toppnótunum að gufa upp og verða að ilminum sem mun síðan vera á húðinni í 12 til 14 klukkustundir. Þannig fær kúnninn góða yfirsýn yfir hvernig ilmurinn mun raunverulega vera á þeirra húð, það þýðir ekkert að prófa hann á blaði, það eru allir með ólíka húð.“ Hún segir að það sé mun algengara í dag en fyrir tíu árum að fólk noti ilm til að tjá sinn persónuleika og stíl. „Þá var reglan þú ert með þinn „signature“ ilm og mátt ekki nota annan, þá heyrði endalaust „Ég er búin að nota þennan ilm síðan ég var 15 ára og bara get ekki breytt, þetta er minn ilmur. Þá hugsaði ég, er ekki einmitt þá tími kominn til að breyta. Með ilmbyltingunni síðustu ár og verslunum hér heima eins og Madison Ilmhús sem bjóða upp á hágæða ilmi úr miklu betri ilmolíum eins og ANDREA MAACK, þá hefur þetta algerlega breyst. Fólk er að kaupa marga ilmi, blanda saman, láta þá passa við föt, förðun og svo framvegis. Pör eru farin að nota sömu ilmina og eftir að hafa farið í betri gæði þá er erfitt að snúa til baka, alveg eins og við sjáum í tísku þar sem kúnninn er að kaupa færri betri flíkur.“ Mynd/Saga Sig Dökkt og drungalegt Andrea gerði nýjan ilm á dögunum fyrir tískuvöruverslunina ENTRANCE í Bucharesten. „Þau báðu mig um að gera ilm fyrir 10 ára afmæli búðarinnar. Við erum oft beðin um að gera samstarfsverkefni en það verður að vera eitthvað alveg spes til að ég láti vaða að vinna fyrir kúnna ekki bara búa til nýjan ilm í mína línu. Svipað og með sólgleraugna fyrirtækið SO.YA sem ég vann með síðast erum við Entrance mjög svipað hugsandi varðandi fagurfræði, og almenna nálgun á merkjunum þó að þau sér verslun og við ilmvatnsmerki og ég finn mikla tengingu við Austur-Evrópu í stíl og hvernig þau hugsa um hönnun og framleiðslu. Það er líka eitthvað dökkt og drungalegt við bæði svæðin, Ísland og Rúmeníu. „Mystic vampírur vs. huldufólk.“ Ilmurinn verður í alveg nýjum pakkningum sem við erum að þróa þessa daganna og minni ferðaútgáfu sem við reiknum með að komi á markaðinn 2020.“ Í vetur vann Andrea áhugaverðan myndaþátt sem túlkar hvern ilm fyrir sig, með ljósmyndaranum Sögu Sig. „Þetta er verkefni sem var búið að blunda í mér í langan tíma, hvernig túlkar þú ilm í myndefni? Mig langaði að vinna með módeli og er svo heppin að eiga frænku, Svölu Maack, sem bæði líkist mér og mér fannst fullkomin sem andlit nýrrar kynslóðar sem er að nota betri ilmvötn. Hún hefur til dæmis alltaf notað SMART. Ég fékk vel valið lið með mér í þetta Saga Sig myndaði, Anna Clausen sá um stíliseringu og Alexander Sigfússon sá um förðun. Hugmyndin var að vinna með tísku-herferð og setja inn í ilmheiminn, sem er alltaf frekar tær og náttúrulegur og gera lúkkið meira „futuristic og edgy“, að þú finnir ilminn án þess að geta lyktað af honum.“ Mynd/Saga Sig Við fengum Andreu til að útskýra hugmyndina á bak við þrjú vinsæl ilmvötn: Cornucopia:„Þessi ilmur var í vinnslu í langan tíma, mig langaði að gera ilm fyrir ilm-nördinn, setja allt sem ég gat hugsað mér í ilmnótum, eins mikið „gourmet“ og ég gat í einn ilm. Þetta er einskonar haustuppskera og snýst ilmurinn að þessu sinni að mestu leyti um efniviðinn, Gnægtarhornið. Við erum með ávexti eins og sæta fíkju, græmeti í villtu sellerí og svo kryddið í Cumin. Þessi er algjörlega „love it or hate it,“ sem er mitt uppáhald, og í þetta skiptið vann ég með sama „nefi“ og bjó til COVEN, sem er okkar lang vinsælasti ilmur í dag.“ Mynd/Saga Sig Smart:„Smart átti 10 ára afmæli um daginn og hefur alltaf átt sérstakan stað hjá mér þar sem hann var fyrstur. Það er ákveðin áskorun að gera kvenlegan ilm sem er ekki of kvenlegur eða sætur og Smart dansar þarna á línunni. Hann á mjög tryggan aðdáendahóp og þegar við skiptum um pakkningar 2016, var hann uppseldur í nokkra mánuði og fékk ég að finna fyrir því hjá Smart aðdáendum sem geta ekki hugsað sér að vera án hans. Smart blandar saman vanillu, sem ég er vanalega ekki mjög hrifin af, en gerður meira „edgy“ með leður nótu í miðjunni sem gefur honum þennan „cool balance.““Birch:„Þetta er ilmur sem hefur mjög persónulega tengingu fyrir mig en hann er byggður á fjölskyldubústað í Grímsnesinu sem afi minn byggði og ég eyddi sumrum mínum á sem barn. Hann á að túlka birkitrén í kringum bústaðinn í léttri vorrigningu, ferskur vor ilmur. Það var mikið verkefni að ná þessum sérstaka fíling sem ég upplifði sem barn en það má túlka hann á margan hátt og erlendis hefur hann meðal annars verið kallaður útilegu-ilmurinn.
Rúmfræði Tíska og hönnun Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Við strákarnir þurfum að rífa okkur í gang“ Makamál „Varð skotin í honum um leið og ég hitti hann“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira