Martröð, hefnd Guðmundar og þjófnaður meðal umsagna dönsku miðlanna eftir tapið gegn Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2020 20:01 Mikkel Hansen súr og svekktur á meðal vísir/epa Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. Lesa má margar skemmtilegar umfjallanir í dönskum miðlum fyrir okkur Íslendinga. „Danir ollu vonbrigðum í opnunarleiknum á EM,“ er fyrirsögnin hjá TV2Sport. Þar segir að Danir hafi verið mun sigurstranglegri aðilinn en allt hafi fokið út í veður og vind.BT var ekki hrifið af danska landsliðinu í dag og gefur leikmönnum liðsins ekki háar einkunnir. Markvörðurinn Jannick Green fær aldeilis að finna fyrir því en hann fær lægstu einkunnina. Einnig setur blaðið saman þá þrjá hluti sem blaðið lærði í leiknum og það fyrsta er almennt áhyggjuefni. Þeir hafa áhyggjur af því að margir leikmenn séu að koma inn í mótið hálfmeiddir. Númer tvö var það svo að Guðmundur fékk sína hefnd á Nikolaj Jacobsen en sá síðarnefndi tók við af Guðmundi bæði sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen og hjá Danmörku. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/vddc0p0r7o#fyensdk#fyn— fyens.dk (@fyensdk) January 11, 2020 „Flýgur hátt, þá er fallið langt,“ skrifar ríkismiðillinn, DR, eftir leikinn og segir að þetta nú sé kominn alvöru pressa á danska liðið. „Martröð í Malmö,“ skrifar miðillinn einnig og segir að þetta hafi verið versta mögulega byrjun sem hægt hefði verið að hugsa sér. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/d7Mu7D9uZH— Stiften.dk (@stiftendk) January 11, 2020 Ekstra Bladet skrifar í grein sinni um leikinn að leikurinn hafi ekki verið jafn erfiður og búist var við heldur rúmlega það. Þeir eru heldur ekki sáttir með dómara leiksins en þeir segja að dómurinn umdeildi undir lok leiksins hafi verið klár þjófnaður er flautað var fríkast er þrjár sekúndur voru eftir. Danmark falder sammen i EM-premieren:https://t.co/b9D8SiEt0l— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 11, 2020 Ekstra Bladet fjallar einnig um í umfjöllun sinni að Guðmundur Guðmundsson hafi verið vel lifandi á hliðarlínunni. Leikurinn hafi þýtt enn meira fyrir hann og hann hafi hlaupið upp og niður eftir hliðarlínunni. „Það er enginn efi á því að Ísland elskar ekkert meira en að vinna nákvæmlega Danmörk,“ segir í lok fréttinnar. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Danskir miðlar voru ekki hrifnir af leik danska landsliðsins í kvöld gegn Íslandi en Ísland vann leik nágrannaþjóðanna með einu marki. Lesa má margar skemmtilegar umfjallanir í dönskum miðlum fyrir okkur Íslendinga. „Danir ollu vonbrigðum í opnunarleiknum á EM,“ er fyrirsögnin hjá TV2Sport. Þar segir að Danir hafi verið mun sigurstranglegri aðilinn en allt hafi fokið út í veður og vind.BT var ekki hrifið af danska landsliðinu í dag og gefur leikmönnum liðsins ekki háar einkunnir. Markvörðurinn Jannick Green fær aldeilis að finna fyrir því en hann fær lægstu einkunnina. Einnig setur blaðið saman þá þrjá hluti sem blaðið lærði í leiknum og það fyrsta er almennt áhyggjuefni. Þeir hafa áhyggjur af því að margir leikmenn séu að koma inn í mótið hálfmeiddir. Númer tvö var það svo að Guðmundur fékk sína hefnd á Nikolaj Jacobsen en sá síðarnefndi tók við af Guðmundi bæði sem þjálfari Rhein-Neckar Löwen og hjá Danmörku. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/vddc0p0r7o#fyensdk#fyn— fyens.dk (@fyensdk) January 11, 2020 „Flýgur hátt, þá er fallið langt,“ skrifar ríkismiðillinn, DR, eftir leikinn og segir að þetta nú sé kominn alvöru pressa á danska liðið. „Martröð í Malmö,“ skrifar miðillinn einnig og segir að þetta hafi verið versta mögulega byrjun sem hægt hefði verið að hugsa sér. Island udmanøvrerede Danmark i skuffende EM-start https://t.co/d7Mu7D9uZH— Stiften.dk (@stiftendk) January 11, 2020 Ekstra Bladet skrifar í grein sinni um leikinn að leikurinn hafi ekki verið jafn erfiður og búist var við heldur rúmlega það. Þeir eru heldur ekki sáttir með dómara leiksins en þeir segja að dómurinn umdeildi undir lok leiksins hafi verið klár þjófnaður er flautað var fríkast er þrjár sekúndur voru eftir. Danmark falder sammen i EM-premieren:https://t.co/b9D8SiEt0l— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 11, 2020 Ekstra Bladet fjallar einnig um í umfjöllun sinni að Guðmundur Guðmundsson hafi verið vel lifandi á hliðarlínunni. Leikurinn hafi þýtt enn meira fyrir hann og hann hafi hlaupið upp og niður eftir hliðarlínunni. „Það er enginn efi á því að Ísland elskar ekkert meira en að vinna nákvæmlega Danmörk,“ segir í lok fréttinnar.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45 Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Leik lokið: Danmörk - Ísland 30-31 | Stórkostlegur sigur á heims- og Ólympíumeisturunum Ísland vann heims- og Ólympíumeistara Danmerkur í fyrsta leik á EM 2020. 11. janúar 2020 18:45
Forsetinn skemmti sér með íslensku stuðningsmönnunum | Myndband Það er mikil stemning hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í Malmö og þeir hafa hitað upp í allan dag. 11. janúar 2020 14:38
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58