Íslendingar í Peking upplifa sig í stofufangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 19:18 Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins búa um fjörutíu Íslendingar í Kína en erfitt er að staðfesta fjöldann. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvatti í gær Íslendinga í Kína að láta vita af sér og hafa sjö beðið um skráningu. Snorri Sigurðsson og eiginkona hans, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, eru meðal Íslendinga í Kína og hafa búið í tvö ár í Peking. Snorri starfar við stofnun sem sér um ráðgjöf til bænda um kúabúskap. Stór gata sem yfirleitt er full af bílum og fólki í Peking var auð núna í kvöld.mynd/snorri Hann segir götur Peking vera auðar enda sé enn frí vegna nýársins og margir haldi til síns heima þá. „Fólk er ekki búið að snúa aftur í borgina. Þannig að hér er rólegt, lítil umferð og lítið af fólki. Fríinu átti að ljúka á föstudag en búið er að framlengja því fram yfir helgi vegna veirunnar,“ segir Snorri. Hátt í hundrað manns hefur greinst með veiruna í Peking en Snorri segir fólk greinilega vant því að takast á við svona áföll og kann að bregðast við vírussmiti. Hann og kona hans hafa aftur á móti aldrei upplifað svona aðstæður. „Það er eins og við séum í stofufangelsi. Nú er frívika og alla jafna þegar maður er í fríi þá gerir maður eitthvað en það eru allir staðir lokaðir til að koma í veg fyrir að fólk hitti ókunnuga. Fyrir útlendinga er þetta hálfgerð einangrun en við leysum það. Förum alveg í göngutúra og svona en bara vel búin grímum og öðru.“ Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins búa um fjörutíu Íslendingar í Kína en erfitt er að staðfesta fjöldann. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvatti í gær Íslendinga í Kína að láta vita af sér og hafa sjö beðið um skráningu. Snorri Sigurðsson og eiginkona hans, Kolbrún Anna Örlygsdóttir, eru meðal Íslendinga í Kína og hafa búið í tvö ár í Peking. Snorri starfar við stofnun sem sér um ráðgjöf til bænda um kúabúskap. Stór gata sem yfirleitt er full af bílum og fólki í Peking var auð núna í kvöld.mynd/snorri Hann segir götur Peking vera auðar enda sé enn frí vegna nýársins og margir haldi til síns heima þá. „Fólk er ekki búið að snúa aftur í borgina. Þannig að hér er rólegt, lítil umferð og lítið af fólki. Fríinu átti að ljúka á föstudag en búið er að framlengja því fram yfir helgi vegna veirunnar,“ segir Snorri. Hátt í hundrað manns hefur greinst með veiruna í Peking en Snorri segir fólk greinilega vant því að takast á við svona áföll og kann að bregðast við vírussmiti. Hann og kona hans hafa aftur á móti aldrei upplifað svona aðstæður. „Það er eins og við séum í stofufangelsi. Nú er frívika og alla jafna þegar maður er í fríi þá gerir maður eitthvað en það eru allir staðir lokaðir til að koma í veg fyrir að fólk hitti ókunnuga. Fyrir útlendinga er þetta hálfgerð einangrun en við leysum það. Förum alveg í göngutúra og svona en bara vel búin grímum og öðru.“
Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45 Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30 Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45 Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Unnið var að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. 29. janúar 2020 14:45
Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns. 29. janúar 2020 06:30
Kórónaveiran komin til Finnlands Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum. 29. janúar 2020 15:45
Mikilvægum áfanga í baráttunni gegn Wuhan-veirunni náð Vísindamenn í Ástralíu hafa orðið fyrstir til að skapa Wuhan-veiruna svokölluðu á rannsóknarstofu, utan Kína. 28. janúar 2020 22:43