Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 18:30 Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“ Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“
Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45