Arnar Pétursson um byrjun Olís deildarinnar eftir 44 daga hlé: Þessi pása er erfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 12:00 Arnar Pétursson vann alla titla í boði sem þjálfari ÍBV liðsins tímabilið 2017-18. Mynd/S2 Sport Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Olís deild karla í handbolta hefst á nýju eftir 44 daga hlé annað kvöld og Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Pétursson, sérfræðing Seinni bylgjunnar, um stöðu mála og hvernig það sé að koma til baka eftir svona langt frí. Arnar segir að það sé ekki létt verk. Haukar eru á toppi deildarinnar með 23 stig með stigi meira en Afturelding sem er í öðru sæti. Valur er síðan með 19 stig í þriðja sætinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin mæta til leiks þegar lokaslagurinn hefst um átta efstu sætin. „Það verður svolítið fróðlegt að sjá þessa fyrstu leiki. Við vitum að Gunnar Magnússon (þjálfari Hauka) og Einar Andri Einarsson (þjálfari Aftureldingar) eru báðir búnir að vera úti í þrjár vikur með landsliðinu og hvaða áhrif hefur það á þau lið. Við vitum að Valur fór í góða ferð til Japan, brutu þetta aðeins upp sem er örugglega móralskt mjög sterkt,“ sagði Arnar Pétursson. „Þessi pása er erfið og það þarf að stýra álaginu mjög vel í henni. Það þarf að hitta á réttu æfingarnar og rétta álagið til þess að menn séu að fá sem mest út úr henni. Það verður því mjög fróðlegt að sjá það í fyrstu leikjunum hvernig mönnum hefur tekist til,“ sagði Arnar. Guðjón Guðmundsson segist hafa séð mynstur í fyrri hlutanum þar sem Haukar og Afturelding voru í nokkrum sérflokki. Er Arnar að sjá sama mynstur nú þegar baráttan hefst á nýjan leik? „Við sáum það fyrir jól að Valur var komið á mikið skrið og farin að nálgast þessi efstu lið. Við sáum líka að Haukarnir voru ótrúlega þéttir og þeir töpuðu ekki stigum fyrr en rétt undir lokin þegar Stjarnan vann þá. Aftureldingarliðið var mjög sterkt líka og sterkari en maður átti von á í upphafi. Ég sé þessi lið vera áfram hvað sterkust en við gætum líka séð lið eins og Val banka hressilega á toppsætið og líka lið eins og FH og ÍBV, sem eiga helling inni, nálgast þessi lið líka,“ sagði Arnar. Skiptir deildarmeistaratitilinn máli þegar upp verður staðið í vor? „Liðin nálgast þetta á mismunandi hátt. Hvað gerir lið eins og ÍBV? Við vitum að þeir eiga Tedda inni og þeir eiga Begga inni. Þeir nálgast þetta öðruvísi heldur en Valur, Haukar og Afturelding sem eru að berjast um deildarmeistaratitilinn. Munum við sjá þá koma þyngri inn í fyrri hlutann og stefna þá á að toppa á réttum tíma? Aðalfókusinn er á Íslandsmeistaratitilinn en auðvitað vilja menn vinna hinn. Það gæti svolítið haft með það að gera hvernig menn nálgast verkefnið,“ sagði Arnar. ÍBV tekur á móti Val og FH fær Aftureldingu í heimsókn í stórleikjum fimmtándu umferðar sem hefst á morgun þriðjudag. Það má sjá frétt Gaupa og viðtalið við Arnar hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira