Segir of margt fatlað fólk búa á úreltum sambýlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2020 10:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtaka Þroskahjálp segir ýmsar brotalamir í kefinu þegar kemur að búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk. Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að ef stjórnvöld vilji forðast að þurfa að greiða fólki með fötlun sanngirnisbætur í framtíðinni þurfi að bæta verulega aðbúnað og aðgengi þess að húsnæði. Alltof margir búi ennþá í úreltu húsnæði og hafi beðið í áraraðir eftir að komast á eigið heimili. Forstöðumaður á sambýli fyrir fólk með fötlun sagði frá því í gær að heimilið væri úrelt og uppfyllti ekki lög og reglur um aðbúnað fólksins. Þrír af fjórum íbúum þess voru áður á Kópavogshæli og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Landsamtakanna Þroskahjálpar segir að of margir fatlaðir einstaklingar búi á úreltum sambýlum. „Við höfum séð töluvert um það að fólk býr á úreltum sambýlum. Við höfum verið meðvituð um það í lögum að það á að leggja gamaldags sambýli niður og bjóða fólki uppá aðra búsetukosti þar sem það getur notið meira frelsis og einkalífs,“ segir Bryndís. Í lögum um fatlaða kemur fram að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða herbergjasambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Bryndís segir að afar hægt hafi gengið að framfylgja þessu ákvæði. „Sveitarfélög virðast hafa sjálfdæmi um hvernig þau fylgja þessu ákvæði og það eru ekki til neinar leiðbeiningar um það hvað það eigi að taka langan tíma sem er auðvitað bagalegt,“ segir Bryndís. Hún segir mikilvægt að greiða úr þegar úr þessum málum vilji stjórnvöld forðast að greiða sanngirnisbætur til fatlaðra síðar meir. „Ef þetta verður ekki lagað er hætta á því að stjórnvöld þurfi mögulega að greiða sanngirnisbætur síðar meir. Upplýsingar sem við höfum frá rétttindagæslumönnum eru þannig að það má furðu sæta að ekki sé gripið inní. Þeir hafa engin úrræði í lögum. Það var sett á stofnun í Félagsmálaráðuneytinu sem á að hafa eftirlit með þessum málaflokki og ég tel að hún virki ekki nógu vel. Aðgerðir sem þarf að grípa þegar til eru máttlausar og hægar. Það eru engar áætlanir til af hálfu ráðuneytisins,“ segir Bryndís.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira