Óttast slys vegna lélegra merkinga á Reykjanesbraut Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 23:15 Dimmt var um að litast á Reykjanesbrautinni þegar Þórólfur átti þar leið um snemmkveldis. Skjáskot/Þórólfur Júlían Dagsson Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar. Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar.
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira