Séra Hildur segir frussandi fyllibyttum til syndanna Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2020 15:25 Séra Hildur Eir lætur sig ekki muna um að lesa yfir fyllibyttunum í ádrepu sem hún skrifar á Facebook. Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína en þar beinir hún sjónum að atferli og framgöngu þeirra sem hafa drukkið sig mígandi fulla. Sjálfs segist hún nú hafa verið edrú í fimm ár og það hafi tekið sig þann tíma að segja hinum fullu hvað til síns friðar heyrir. „Af hverju er sjálfsagðara að ég drífi mig heim þegar fólk er orðið svo drukkið að það getur ekki haldið munnvatninu innan vara og frussar framan í mig í öðru hvoru orði, líka vegna þess að það er orðið ónæmt á líkamleg landamæri og stendur alltof nálægt manni?“ spyr Hildur Eir. Hún segir að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta en öðru máli gegnir um blindfulla fólkið. Næturlífið. Óþolandi leiðinlegir fylliraftar hafa gert það nánast ógerlegt fyrir allsgátt fólk að bregða undir sig betri fætinum, segir Séra Hildur Eirvisir/kolbeinn tumi Henni finnst gaman að fara út að skemmta sér en eftir að hún hætti að nota vín þá sé það alltaf hennar að flýja af hólmi eftir að fulla fólkið hefur hertekið stemminguna: „Tala um starfið mitt af því að þegar menn eru orðnir fullir verða þeir umsvifalaust ofsatrúaðir og vilja með öllum ráðum koma mér í skilning um að þeir séu ekki á leið til helvítis: Þjarma að mér af því að ég nota ekki vín og spyrja stanslaust hvort ég sé ekki hress, bara af því að auðvitað get ég ekki verið mojitohress af Pepsi Max en ég get samt verið að skemmta mér og tala um áhugaverða hluti: Hella yfir mig bjór af því að bæði gróf og fínhreyfingar eru lamaðar af ofdrykkju: Tala og hlæja ofan í skemmti og tónlistaratriði þannig að listamennirnir standa niðurlægðir á sviðinu og við sem erum edrú þjáumst með þeim,“ segir prestur. Hildur Eir telur víst að einhverjir muni taka pistli sínum sem svo að hún sé ógeðslega leiðinleg og hrokafull en hún bara nenni ekki lengur að bugta sig og beygja fyrir Bakkusi þegar hann er löngu horfinn úr lífi hennar. Hún dýrkar annan Guð og sig hafi lengi langað til að segja þetta. Næturlíf Þjóðkirkjan Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína en þar beinir hún sjónum að atferli og framgöngu þeirra sem hafa drukkið sig mígandi fulla. Sjálfs segist hún nú hafa verið edrú í fimm ár og það hafi tekið sig þann tíma að segja hinum fullu hvað til síns friðar heyrir. „Af hverju er sjálfsagðara að ég drífi mig heim þegar fólk er orðið svo drukkið að það getur ekki haldið munnvatninu innan vara og frussar framan í mig í öðru hvoru orði, líka vegna þess að það er orðið ónæmt á líkamleg landamæri og stendur alltof nálægt manni?“ spyr Hildur Eir. Hún segir að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta en öðru máli gegnir um blindfulla fólkið. Næturlífið. Óþolandi leiðinlegir fylliraftar hafa gert það nánast ógerlegt fyrir allsgátt fólk að bregða undir sig betri fætinum, segir Séra Hildur Eirvisir/kolbeinn tumi Henni finnst gaman að fara út að skemmta sér en eftir að hún hætti að nota vín þá sé það alltaf hennar að flýja af hólmi eftir að fulla fólkið hefur hertekið stemminguna: „Tala um starfið mitt af því að þegar menn eru orðnir fullir verða þeir umsvifalaust ofsatrúaðir og vilja með öllum ráðum koma mér í skilning um að þeir séu ekki á leið til helvítis: Þjarma að mér af því að ég nota ekki vín og spyrja stanslaust hvort ég sé ekki hress, bara af því að auðvitað get ég ekki verið mojitohress af Pepsi Max en ég get samt verið að skemmta mér og tala um áhugaverða hluti: Hella yfir mig bjór af því að bæði gróf og fínhreyfingar eru lamaðar af ofdrykkju: Tala og hlæja ofan í skemmti og tónlistaratriði þannig að listamennirnir standa niðurlægðir á sviðinu og við sem erum edrú þjáumst með þeim,“ segir prestur. Hildur Eir telur víst að einhverjir muni taka pistli sínum sem svo að hún sé ógeðslega leiðinleg og hrokafull en hún bara nenni ekki lengur að bugta sig og beygja fyrir Bakkusi þegar hann er löngu horfinn úr lífi hennar. Hún dýrkar annan Guð og sig hafi lengi langað til að segja þetta.
Næturlíf Þjóðkirkjan Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira