Katrín var minnst 43 kíló: „Ég sá beinin út um allt en vildi samt meira“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Katrín komst á beinu brautina. Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira