Betri mönnun - bættur vinnutími Sandra B. Franks skrifar 20. janúar 2020 09:00 Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug hefur síendurtekin samfélags- og stjórnmálaumræða verið um mönnunarvanda hjúkrunar. Allt frá árinu 2007 og jafnvel fyrr, hefur margsinnis verið á það bent í fjölmiðlum að skortur sé á starfsfólki sem vinnur við hjúkrun og að slíkur skortur ógni gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Í rúman áratug hafa fagstéttir hjúkrunar ítrekað áréttað þennan vanda sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir yfirgripsmikla umræðu og ábendingar um skort á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum hefur stjórnvöldum enn ekki tekist að manna í störfin til að tryggja öryggi sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Undanfarnar vikur hafa helstu fjölmiðlar landsins greint frá óásættanlegri stöðu heilbrigðiskerfisins og bent meðal annars á meintan stjórnendavanda, húsnæðisvanda, skipulagsvanda og fjármögnunarvanda. Sú birtingarmynd sem dregin er upp í fjölmiðlum um vandamál Bráðamóttöku er ósanngjörn, því það er heilbrigðiskerfið í heild sinni sem þarf að virka svo unnt sé að leysa vanda Landspítalans. Þegar starfsemisupplýsingar Landspítalans eru skoðaðar kemur í ljós að fjöldi þeirra sem leita á Bráðamóttökuna hefur verið svipaður á milli ára. Hins vegar hefur fjöldi aldraða sem bíða úrræðis utan Landspítalans farið vaxandi. Hluti vandamálsins liggur því í óleystum mönnunarvanda hjúkrunarstétta. Það er brýnt að styrkja stöðu hjúkrunarheimila og tryggja mönnun fagstétta. Undnafarna tíu mánuði hefur Sjúkraliðafélag Íslands, sem situr í samninganefnd BSRB, átt í viðræðum við samninganefndi ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Það er ekki að ástæðulausu að sjúkraliðar vilja betra starfsumhverfi. Um það bil 2.100 starfandi sjúkraliðar eru í Sjúkraliðafélagi Íslands. Um 90% félagsmanna eru í vaktavinnu og er starfshlutfall þeirra að meðaltali um 75%. Reynslan sýnir að í 70-80% starfshlutfalli liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því í hlutastarfi. Ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur vegna þess að þeir vinna í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar eru því nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigið heilsufar. Verðmætamat á vinnuframlagi sjúkraliða sem vinnur á vöktum endurspeglast í viðhorfum til hlutastarfs, en engin getur lifað á hlutalaunum. Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar og þar gegna sjúkraliðar í lykilhlutverki. Það er því í reynd nauðsynlegt ef tryggja á velferð heilbrigðiskerfisins að mæta kröfum Sjúkraliðafélags Íslands og BSRB um styttri vinnuviku og bæta vinnutíma vaktavinnufólks þannig að 80% vinnuframlag starfsmanna á vöktum verði skilgreint sem fullt starf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun